Formúla 1

Flavio Briatore: Alonso mun blómstra með Ferrari

Fernando Alonso og Flavio Briatore fögnuðu tveimur meistaratitilum með Renault.
Fernando Alonso og Flavio Briatore fögnuðu tveimur meistaratitilum með Renault. mynd: Getty Images

Ítalinn Flavio Briatore telur að Fernando Alonso muni starfa vel með Ferrari og hann liðsinnti Alonso nokkuð við samningsgerðina.

"Ferrari gerði góð kaup í samningi við Alonso og hann á eftir að blómstra með Ferrari. Þetta er hápunkturinn á ferli Alonso", asgði Briatore um málið.

"Alonso er stöðugur ökumaður og alltaf tílbúinn í slaginn. Þá vinnur hann vel með tæknimönnum og gefst aldrei upp. Það er kostur hve skarpgáfaður hann er og það skilar sér í brautinni. Mér þótti mjög vænt um að Alonso tileinkaði mér þriðja sæti Renault í Singapúr", sagði Briatore sem nú er í banni frá Formúlu 1 eftir svindlmálið í Singapúr.

Alonso hafði samskipti við Briatore útaf Ferrari samningum fyrir tveimur mánuðum og aftur fyrir nokkrum dögum, en þá voru Ferrari menn að ræða 2011 við Alonso. Briatore hefur séð um feril Alonso síðustu ár.

"Ég ræddi við Briatore og hann er mjög ánægður með þróun minna mála. Hann er ánægður og hann virðist áhyggjulaus útaf banninu. Hann var á ströndunni...", sagði Alonso

Luca Montezemolo forseti Ferrari telur að Alonso falli betur að lundarfari Ferrari og hann sé baráttujaxl í anda Michael Schumacher.

Ítarlega er fjallað um Alonso í þættinum Rásmarkið kl.. 20.55 í kvöld og á eftir honum er þátturinn F1 Rocks, sem fjallar um Formúlu 1 og tónlistarveislu sem var í Singapúr um síðustu helgi.

Sjá allt um næsta mót í Japan um helgina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×