Golf

Strætó fyrir áhorfendur í Grafarholti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aðgangur í strætóinn er ókeypis.
Aðgangur í strætóinn er ókeypis.

Búist er við miklum fjölda áhorfenda í Grafarholtið í dag og á morgun þar sem Íslandsmótið í golfi fer fram. Áhorfendum er bent á bílastæði við Krókháls og á lóð Bílabúðar Benna.

Svæðið er vel merkt með fánaborg og skiltum en þaðan geta áhorfendur gengið beint inn á 15. braut eða tekið strætisvagn frá bílastæðinu og inn á golfvallarsvæðið. Aðgangur í strætóinn og inn á svæðið er ókeypis. Byrjað var að ræsa út keppendur kl 7:50 í morgun en leikinn er þriðji hringur af fjórum í dag.

Síðustu þrír ráshópar í kvennaflokki fara út frá klukkan 11:30 í þeim eru; klukkan 11:30. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO, Ragna Björk Ólafsdóttir GR og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR. Klukkan 11:40: Signý Arnórsdóttir GK, Tinna Jóhannsdóttir GK og Þórdís Geirsdóttir GK. klukkan 11:50: Valdís Þóra Jónsdóttir GL, Ásta Birna Magnúsdóttir GK og Helena Árnadóttir GR.

Síðustu þrír ráshóparnir í karlaflokki fara út frá 12:30 í þeim eru; Klukkan 12:30. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, Heiðar Davíð Bragason GR og Andri Þór Björnsson GR. Klukkan 12:40: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS, Arnar Snær Hákonarson GR og Björn Guðmundsson GA. Klukkan 12:50: Sigmundur Einar Másson GKG, Stefán Már Stefánsson GR og Ólafur Björn Loftsson NK.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×