Tiger tíu höggum á eftir efsta manni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 12:00 Tiger Woods lenti í vandræðum í gær. Nordic Photos / AFP Tiger Woods var tíu höggum á eftir Bandaríkjamanninum Lucas Glover þegar keppni lauk í nótt á öðrum keppnisdegi bandaríska meistaramótsins í golfi. Keppni var frestað á föstudaginn vegna rigningar og náðu kylfingar því ekki að klára fyrsta hringinn sinn fyrr en í gær. Glover var búinn að leika þrettán holur á sínum öðrum hring þegar keppni var hætt í nótt. Hann var þá á samtals sex höggum undir pari en hann fékk fimm fugla á þessum þrettán holum. Tiger Woods lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari í gær og verður því tíu höggum á eftir fremsta manni þegar hann hefur leik í dag. Aldrei hefur nokkrum tekist að sigra á opna bandaríska meistaramótinu eftir að hafa verið svo langt frá efsta manni eftir fyrsta hring. Enn er spáð rigningu í dag og hætt við því að staðan muni ruglast enn frekar í dag enda nú þegar misjafnt hversu langt á veg keppendur eru komnir í mótinu. Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods var tíu höggum á eftir Bandaríkjamanninum Lucas Glover þegar keppni lauk í nótt á öðrum keppnisdegi bandaríska meistaramótsins í golfi. Keppni var frestað á föstudaginn vegna rigningar og náðu kylfingar því ekki að klára fyrsta hringinn sinn fyrr en í gær. Glover var búinn að leika þrettán holur á sínum öðrum hring þegar keppni var hætt í nótt. Hann var þá á samtals sex höggum undir pari en hann fékk fimm fugla á þessum þrettán holum. Tiger Woods lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari í gær og verður því tíu höggum á eftir fremsta manni þegar hann hefur leik í dag. Aldrei hefur nokkrum tekist að sigra á opna bandaríska meistaramótinu eftir að hafa verið svo langt frá efsta manni eftir fyrsta hring. Enn er spáð rigningu í dag og hætt við því að staðan muni ruglast enn frekar í dag enda nú þegar misjafnt hversu langt á veg keppendur eru komnir í mótinu.
Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira