Eftir á að hyggja Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. apríl 2009 06:00 Rasað var um ráð fram í bankakerfinu um leið og stjórnvöld stóðu sig illa í efnahagsstjórn, héldu dauðahaldi í gjaldmiðil sem sjálfur er uppspretta sveiflna og vandræða, um leið og ráðist var í þensluhvetjandi aðgerðir af ýmsum toga og Íbúðalánasjóður notaður til að bæta í fasteignabólu og niðurkeyrslu vaxta sem Seðlabankinn reyndi af vanmætti að sporna gegn. Í þessu umhverfi vildi svo óheppilega til að brast á með alþjóðlegri fjármálakrísu sem enn sér ekki fyrir endann á. Finnski bankasérfræðingurinn, Kaarlo Jännäri, sem á mánudag kynnti skýrslu sína um aðbúnað og regluverk í fjármálakerfi landsins talaði alveg skýrt um að fall bankanna skrifaðist á stjórnendur þeirra sem farið hefðu sér allt of hratt í þessu umhverfi. Þeir hefðu enda átt að átta sig á þeim kerfislægu veikleikum sem hér var við að etja. Íslenskir bankamenn sáu hins vegar ekki fyrir, frekar en bankamenn annars staðar í heiminum, dýpt alþjóðlegu lausafjárkrísunnar. Þá var forvitnilegt að heyra það álit Jännäris að hefði ekki komið til alkuls á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í kjölfar falls Lehman Brothers bankans í september þá væri ekki hægt að útiloka að íslensku bankarnir hefðu getað lifað af (svona að því gefnu að þeir hefðu getað orðið sér úti um fjármögnun). Og það þrátt fyrir brotalamir sem í skýrslu hans er getið um í aðbúnaði eftirlitsstofnana og mjög afmörkuðum verkfærum þeirra til að hafa áhrif á framgöngu bankanna. Í öllu falli verður ekki séð að skýrsla finnska bankasérfræðingsins feli í sér neinn áfellisdóm yfir Fjármálaeftirlitinu (FME) og vandséð annað en þar hafi verið staðið að málum eins vel og kostur var, miðað við fjárreiður og þá lagaumgjörð sem stofnuninni var búin. Jännäri nefndi reyndar að í einhverjum ríkjum Mið-Evrópu kynnu fjármálaeftirlit að hafa gengið fram með öðrum og harkalegri hætti í samskiptum við bankana og látið þá um að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, teldu þeir á sér brotið. Ólíklegt er að slíkt stílbrot í stjórnun og framgöngu yfirvalds hefði verið látið óátalið hér á þeim árum þegar uppgangur fjármálakerfisins var hvað mestur og aðhalds ef til vill mestrar þörf. Þá þyrfti slík stofnun að njóta styrks stuðnings í stjórnkerfinu ef forsvarsmenn hennar ætluðu sér að hætta á að vera gerðir afturreka með íþyngjandi ákvarðanir sem jafnvel stæðust ekki laganna bókstaf. Þá getur tæpast verið vilji fyrir því að hér víkjum við í grundvallaratriðum frá gildum réttarríkisins og þeirri vernd sem bæði fólk og fyrirtæki njóta í lagabókstafnum gegn gerræðislegri ákvarðanatöku opinberra aðila. Andrúmsloft valdboða sem eimir eftir af í gömlum austantjaldslöndum getur tæpast verið það sem við viljum taka upp hér í stað stjórnsýslureglna- og hefða sem fyrirmynd eiga í norrænum velferðarríkjum. Það er auðvelt að segja að hér hefðum við árin 2005 og 2006 átt að láta lönd og leið reglur um valdheimildir FME, andmælarétt fyrirtækja og meðalhófsreglur. Meira að segja eftir á að hyggja er ljóst að erfiðara hefði verið að hrinda slíkum aðgerðum í framkvæmd. Líkt og fleiri útlendingar sem tekið hafa að sér að fjalla um Ísland telur Jännäri jafnframt að hér fari betur á því að vera með lítil fyrirtæki sem einbeita sér að heimamarkaði. Hvort það fari landanum betur skal ósagt látið, en jafnsatt er hjá honum eftir sem áður að framtíð fyrirtækja hér er betur borgið í þeirri umgjörð og aukningu viðskipta sem ætla má að aðild að ESB-færi okkur og þeim stöðugleika sem fengist með evrunni í stað krónu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Rasað var um ráð fram í bankakerfinu um leið og stjórnvöld stóðu sig illa í efnahagsstjórn, héldu dauðahaldi í gjaldmiðil sem sjálfur er uppspretta sveiflna og vandræða, um leið og ráðist var í þensluhvetjandi aðgerðir af ýmsum toga og Íbúðalánasjóður notaður til að bæta í fasteignabólu og niðurkeyrslu vaxta sem Seðlabankinn reyndi af vanmætti að sporna gegn. Í þessu umhverfi vildi svo óheppilega til að brast á með alþjóðlegri fjármálakrísu sem enn sér ekki fyrir endann á. Finnski bankasérfræðingurinn, Kaarlo Jännäri, sem á mánudag kynnti skýrslu sína um aðbúnað og regluverk í fjármálakerfi landsins talaði alveg skýrt um að fall bankanna skrifaðist á stjórnendur þeirra sem farið hefðu sér allt of hratt í þessu umhverfi. Þeir hefðu enda átt að átta sig á þeim kerfislægu veikleikum sem hér var við að etja. Íslenskir bankamenn sáu hins vegar ekki fyrir, frekar en bankamenn annars staðar í heiminum, dýpt alþjóðlegu lausafjárkrísunnar. Þá var forvitnilegt að heyra það álit Jännäris að hefði ekki komið til alkuls á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í kjölfar falls Lehman Brothers bankans í september þá væri ekki hægt að útiloka að íslensku bankarnir hefðu getað lifað af (svona að því gefnu að þeir hefðu getað orðið sér úti um fjármögnun). Og það þrátt fyrir brotalamir sem í skýrslu hans er getið um í aðbúnaði eftirlitsstofnana og mjög afmörkuðum verkfærum þeirra til að hafa áhrif á framgöngu bankanna. Í öllu falli verður ekki séð að skýrsla finnska bankasérfræðingsins feli í sér neinn áfellisdóm yfir Fjármálaeftirlitinu (FME) og vandséð annað en þar hafi verið staðið að málum eins vel og kostur var, miðað við fjárreiður og þá lagaumgjörð sem stofnuninni var búin. Jännäri nefndi reyndar að í einhverjum ríkjum Mið-Evrópu kynnu fjármálaeftirlit að hafa gengið fram með öðrum og harkalegri hætti í samskiptum við bankana og látið þá um að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, teldu þeir á sér brotið. Ólíklegt er að slíkt stílbrot í stjórnun og framgöngu yfirvalds hefði verið látið óátalið hér á þeim árum þegar uppgangur fjármálakerfisins var hvað mestur og aðhalds ef til vill mestrar þörf. Þá þyrfti slík stofnun að njóta styrks stuðnings í stjórnkerfinu ef forsvarsmenn hennar ætluðu sér að hætta á að vera gerðir afturreka með íþyngjandi ákvarðanir sem jafnvel stæðust ekki laganna bókstaf. Þá getur tæpast verið vilji fyrir því að hér víkjum við í grundvallaratriðum frá gildum réttarríkisins og þeirri vernd sem bæði fólk og fyrirtæki njóta í lagabókstafnum gegn gerræðislegri ákvarðanatöku opinberra aðila. Andrúmsloft valdboða sem eimir eftir af í gömlum austantjaldslöndum getur tæpast verið það sem við viljum taka upp hér í stað stjórnsýslureglna- og hefða sem fyrirmynd eiga í norrænum velferðarríkjum. Það er auðvelt að segja að hér hefðum við árin 2005 og 2006 átt að láta lönd og leið reglur um valdheimildir FME, andmælarétt fyrirtækja og meðalhófsreglur. Meira að segja eftir á að hyggja er ljóst að erfiðara hefði verið að hrinda slíkum aðgerðum í framkvæmd. Líkt og fleiri útlendingar sem tekið hafa að sér að fjalla um Ísland telur Jännäri jafnframt að hér fari betur á því að vera með lítil fyrirtæki sem einbeita sér að heimamarkaði. Hvort það fari landanum betur skal ósagt látið, en jafnsatt er hjá honum eftir sem áður að framtíð fyrirtækja hér er betur borgið í þeirri umgjörð og aukningu viðskipta sem ætla má að aðild að ESB-færi okkur og þeim stöðugleika sem fengist með evrunni í stað krónu.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun