Feðgarnir unnu báðir upp mikið forskot á lokakaflanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 09:00 Feðgarnir Lofur Ólafsson og Ólafur Björn Loftsson fagna saman í gær. Mynd/Daníel Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár. Loftur Ólafsson, faðir Ólafs, vann Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholtinu 1972 þegar hann var 19 ára gamall en hann átti einnig þátt í þessum titli sonar síns því hann var kylfusveinn stráksins sem verður 22 ára gamall í næsta mánuði. Þegar lokahringur feðganna er borinn saman kemur í ljóst að báðir þurftu þeir að vinna upp mikið forskot á lokasprettinum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1972 var Loftur Ólafsson fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir höfðu spilað þrettán fyrstu holurnar á fjórða hringnum. Loftur vann upp fjögur högg á næstu holum og tryggði sér að lokum tveggja högga forskot. Ef umspilið í ár er talið með þá spiluðu báðir feðgarnir sex höggum betur en aðalkeppninautar þeirra á síðustu fimm holunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan breyttist á lokaholunum hjá þeim báðum. Samanburður á Íslandsmótinu í höggleik 1972 og 2009 Fyrir lokadag 1972 Loftur Ólafsson var með 4 högga forskot fyrir lokadaginn 2009 Ólafur Björn Loftsson var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn Eftir 13. holu 1972 Björgvin Þorsteinsson átti 4 högg á Loft Ólafsson 2009 Stefán Már Stefánsson átti 4 högg á Ólaf Björn Loftsson Eftir 14. holu1972 Björgvin +2 2009 Stefán Már +4 Eftir 15. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +3 Eftir 16. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +2 Eftir 17. holu 1972 Loftur +1 2009 Stefán Már +1 Eftir 18. holu 1972 Loftur +2 2009 Jafnir - umspil Eftir umspil 2009 Ólafur +2 Íslandsmeistari 1972 - Loftur Ólafsson Íslandsmeistari 2009 - Ólafur Björn Loftsson Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár. Loftur Ólafsson, faðir Ólafs, vann Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholtinu 1972 þegar hann var 19 ára gamall en hann átti einnig þátt í þessum titli sonar síns því hann var kylfusveinn stráksins sem verður 22 ára gamall í næsta mánuði. Þegar lokahringur feðganna er borinn saman kemur í ljóst að báðir þurftu þeir að vinna upp mikið forskot á lokasprettinum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1972 var Loftur Ólafsson fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir höfðu spilað þrettán fyrstu holurnar á fjórða hringnum. Loftur vann upp fjögur högg á næstu holum og tryggði sér að lokum tveggja högga forskot. Ef umspilið í ár er talið með þá spiluðu báðir feðgarnir sex höggum betur en aðalkeppninautar þeirra á síðustu fimm holunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan breyttist á lokaholunum hjá þeim báðum. Samanburður á Íslandsmótinu í höggleik 1972 og 2009 Fyrir lokadag 1972 Loftur Ólafsson var með 4 högga forskot fyrir lokadaginn 2009 Ólafur Björn Loftsson var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn Eftir 13. holu 1972 Björgvin Þorsteinsson átti 4 högg á Loft Ólafsson 2009 Stefán Már Stefánsson átti 4 högg á Ólaf Björn Loftsson Eftir 14. holu1972 Björgvin +2 2009 Stefán Már +4 Eftir 15. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +3 Eftir 16. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +2 Eftir 17. holu 1972 Loftur +1 2009 Stefán Már +1 Eftir 18. holu 1972 Loftur +2 2009 Jafnir - umspil Eftir umspil 2009 Ólafur +2 Íslandsmeistari 1972 - Loftur Ólafsson Íslandsmeistari 2009 - Ólafur Björn Loftsson
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira