Bretar reyna að bjarga bankakerfinu 19. janúar 2009 12:01 Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur. Ekki hefur verið mikið um lánveitingar í Bretaveldi síðan kreppan skall á. Gengi pundsins hefur verið að hrynja og nú í morgun tilkynnti Royal Bank of Scotland að bankinn hefði tapað rúmlega tuttugu milljörðum punda í fyrra sem er stærsta tap í breskri fyrirtækjasögu. Verð á bréfum í bankanum hefur hrunið í morgun um fjörutíu prósent vegna þessa. Fastlega er búist við að breska ríkið eignist stærri hlut í bankanum vegna þessa en það á fyrir tæp sextíu prósent. Það yrði liður í nýrri bankabjörgun sem kynnt var í morgun. Fjármálastofnunum verðu gert mögulegt að tryggja sig gegn tapi á áhættusömum fjárfestinum. Fimmtíu milljarða punda sjóður verður stofnaður en fé úr honum verður notað til að kaupa hlutabréf til að tryggja að fé flæði um fjármálakerfið að nýju. Englandsbanki muni einnig veita fé í kerfið. Breska ríkið varði nærri fjörutíu milljörðum punda í bankabjörgun í október en það virðist ekki hafa dugað. Búist er við að fjármálaráðuneytið breska birti tölur í vikunni sem staðfesti formlega að efnahagslægð sé skollin á í Bretlandi í fyrsta sinn síðan 1992. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur. Ekki hefur verið mikið um lánveitingar í Bretaveldi síðan kreppan skall á. Gengi pundsins hefur verið að hrynja og nú í morgun tilkynnti Royal Bank of Scotland að bankinn hefði tapað rúmlega tuttugu milljörðum punda í fyrra sem er stærsta tap í breskri fyrirtækjasögu. Verð á bréfum í bankanum hefur hrunið í morgun um fjörutíu prósent vegna þessa. Fastlega er búist við að breska ríkið eignist stærri hlut í bankanum vegna þessa en það á fyrir tæp sextíu prósent. Það yrði liður í nýrri bankabjörgun sem kynnt var í morgun. Fjármálastofnunum verðu gert mögulegt að tryggja sig gegn tapi á áhættusömum fjárfestinum. Fimmtíu milljarða punda sjóður verður stofnaður en fé úr honum verður notað til að kaupa hlutabréf til að tryggja að fé flæði um fjármálakerfið að nýju. Englandsbanki muni einnig veita fé í kerfið. Breska ríkið varði nærri fjörutíu milljörðum punda í bankabjörgun í október en það virðist ekki hafa dugað. Búist er við að fjármálaráðuneytið breska birti tölur í vikunni sem staðfesti formlega að efnahagslægð sé skollin á í Bretlandi í fyrsta sinn síðan 1992.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira