Txiki Beguristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, hefur staðfest að félagið ætli að verðlauna stjörnuleikmennina Andres Iniesta og Lionel Messi með nýjum og betri samningum á næstunni.
„Messi er besti leikmaður í heimi og því viljum við gera allt til þess að halda honum sem lengst á Nývangi. Iniesta fær líka nýjan samning í samræmi við mikilvægi hans fyrir félagið. Við viljum halda sömu mönnum og gerðu það gott á síðustu leiktíð," segir Beguristain.
Iniesta og Messi fylgja því væntanlega eftir þeim Victor Valdes, Yaya Toure og Xavi sem skrifuðu nýlega undir nýja samninga við Spánar -og Meistaradeildarmeistarana.