Ólafur Björn: Ég kann ágætlega við mig þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2009 20:45 Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum á Grafarholtsvellinm í dag. Mynd/Arnþór Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var ánægður með daginn en hann lék á einu höggi undir pari á öðrum degi Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli og tryggði sér tveggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. „Þetta var mjög góður dagur í alla staði. Ég hélt mér við leikskipulagið og tók enga óþarfa áhættu," sagði Ólafur sem er á eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. „Þetta er búið að vera frekar erfitt í vindinum fyrstu tvo dagana og þá er mikilvægt að sýna þolinmæði og aga. Það má passa sig að vera ekki of æstur í að ná í fugl þegar hætturnar leynast. Þetta er spurning um að einbeita sér að spila eitt högg í einu," sagði Ólafur. „Ég hef ekki verið svona ofarlega á Íslandsmóti áður en ég hef verið í forystu á mótaröðinni áður. Ég kann ágætlega við mig þarna," sagði Ólafur. Hann fékk þrjá fugla, tvo skolla og paraði síðan þrettán af átján holum dagsins. „Þetta var mjög jafnt og gott golf. Ég tek voðalega litlar áhættu, reyni að halda boltanum í leik og treysta síðan á stutta spilið mitt. Það hefur gengið prýðilega hingað til og ég held áfram að spila það á morgun.Ég ætla bara að hafa gaman að þessu," sagði Ólafur Björn. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var ánægður með daginn en hann lék á einu höggi undir pari á öðrum degi Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli og tryggði sér tveggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. „Þetta var mjög góður dagur í alla staði. Ég hélt mér við leikskipulagið og tók enga óþarfa áhættu," sagði Ólafur sem er á eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. „Þetta er búið að vera frekar erfitt í vindinum fyrstu tvo dagana og þá er mikilvægt að sýna þolinmæði og aga. Það má passa sig að vera ekki of æstur í að ná í fugl þegar hætturnar leynast. Þetta er spurning um að einbeita sér að spila eitt högg í einu," sagði Ólafur. „Ég hef ekki verið svona ofarlega á Íslandsmóti áður en ég hef verið í forystu á mótaröðinni áður. Ég kann ágætlega við mig þarna," sagði Ólafur. Hann fékk þrjá fugla, tvo skolla og paraði síðan þrettán af átján holum dagsins. „Þetta var mjög jafnt og gott golf. Ég tek voðalega litlar áhættu, reyni að halda boltanum í leik og treysta síðan á stutta spilið mitt. Það hefur gengið prýðilega hingað til og ég held áfram að spila það á morgun.Ég ætla bara að hafa gaman að þessu," sagði Ólafur Björn.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira