Fjórðungsúrslitunum í einliðaleik karla og kvenna á Opna franska meistaramótinu í tennis lauk í dag. Roger Federer fór létt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.
Hann vann sigur á heimamanninum Gael Monfils í þremur settum, 7-6, 6-2 og 6-4. Hann mætir Juan Martin del Potro frá Argentínu í undanúrslitunum eftir að sá síðarnefndi vann Tommy Robredo frá Spáni í sinni viðureign í fjórðungsúrslitunum, 6-3, 6-4 og 6-2.
Á morgun mætast Robin Söderling og Fernando Gonzalez í fyrri undanúrslitaviðureigninni hjá körlunum.
Rússinn Svetlana Kuznetsova vann sigur á Serenu Williams í hörkuspennandi viðureign í dag, 7-6, 5-7 og 7-5. Hún mætir Samöntu Stosur frá Ástralíu í sinni undanúrslitaviðureign. Stosur bar sigur úr býtum á Sorenu Cirstea frá Rúmeníu fyrr í dag.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni í einliðaleik kvenna mætast Dinara Safina og Dominika Cibulkova.
Federer áfram en Serena úr leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn

„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



