Töframaðurinn Tiger Woods fór gjörsamlega á kostum á lokahring Memorial-mótsins í kvöld og innbyrti góðan sigur að lokum.
Tiger kom í hús á 65 höggum eða 7 undir pari í dag. Hann endaði á tólf undir pari samtals.
Helstu keppninautar hans í dag voru Jim Furyk og Jonathan Byrd. Þeir höfðu ekkert í snilli Tiger að gera í kvöld.
Furyk var þó fínn og endaði á 11 höggum undir pari samtals eftir að hafa farið hringinn í dag á 69 höggum.
Byrd fór á taugum á lokahringnum og þoldi engan veginn pressuna. Hann endaði á 8 höggum undir pari eftir að leikur hans hrundi á lokaholunum.
Þetta var í fjórða sinn sem Tiger vinnur þetta mót en hann vann árin 1999, 2000 og 2001.