Gulldrengurinn Raul skoraði sitt 213. deildarmark á ferlinum fyrir Real Madrid í kvöld þegar liðið lagði Deportivo í kvöldleiknum í spænska boltanum.
Raul vantar nú aðeins þrjú mörk í deildinni til að jafna félagsmet argentínsku goðsagnarinnar Alfredo di Stéfano sem lék með liðinu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.
Nokkur óvænt úrslit urðu á Spáni í dag og í kvöld þar sem Sevilla tapaði m.a. 2-0 heima fyrir Santander þrátt fyrir að vera manni fleiri lengi og þá vann botnlið Mallorca óvæntan 3-1 sigur á Valencia.
Úrslitin á Spáni í dag og í kvöld:
Almería 2 - 1 Athletic Bilbao
Málaga 1 - 1 Atlético Madrid
Valladolid 1 - 1 Espanyol
Recreativo Huelva 1 - 0 Real Betis
Getafe 5 - 1 Sporting Gijón
Mallorca 3 - 1 Valencia
Sevilla 0 - 2 Racing Santander
Real Madrid 1 - 0 Deportivo