Mikki mús verður ofurhetja í tölvuleik 4. nóvember 2009 04:00 x Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira