Fótbolti

Rosenborg á toppnum í Noregi

Árni Gautur Arason
Árni Gautur Arason Nordic Photos/Getty Images

Sex leikir voru á dagskrá í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rosenborg situr á toppnum eftir leiki dagsins.

Theodór Elmar Bjarnason og Indriði Sigurðsson voru í byrjunarliði Lyn í 1-0 tapi liðsins á útivelli gegn Tromsö. Theódór fór af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Kjartan Finnbogason kom inn sem varamaður síðasta korterið hjá Sandefjord þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Lilleström á útivelli.

Árni Gautur Arason varði mark Odd Grenland sem vann Fredrikstad 2-0. Garðar Jóhannsson var í byrjunarliði Fredrikstad og spilaði allan leikinn.

Þá var Birkir Bjarnason í liði Víkings sem tapaði 1-0 á útivelli fyrir Rosenborg, en Rosenborg er á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki. Umferðin klárast ekki fyrr en í næstu viku.

Úrslitin í norska boltanum í dag:

Tromsø-Lyn 1-0

Start-Bodø/Glimt 4-0

Lillestrøm-Sandefjord 2-1

Vålerenga-Strømsgodset 1-0

Odd Grenl.-Fredrikstad 2-0

Rosenborg-Viking 1-0

Staðan í norsku úrvalsdeildinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×