Sigur fólksins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. janúar 2009 00:01 Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð - verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. Það þarf nefnilega enginn að velkjast í vafa um það að ef ekki hefðu verið haldnir 16 mótmælafundir á Austurvelli, ef ekki hefði verið haldinn fjöldi borgarafunda, ef ekki hefðu verið haldin ýmis mótmæli um allt land, ef ekki hefðu risið upp í vefheimum skæðir gagnrýnendur stjórnvalda, ef þjóðin hefði ekki látið í sér heyra, látið vita að nú vildi hún sjá breytingar, sjá hlutina öðruvísi, sjá ríkisstjórnina fara - ef ekkert af þessu hefði gerst; þá sæti hér enn ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Íslendingar hafa oft á tíðum dáðst að byltingum í öðrum löndum. Við dáðumst að Úkraínubúum, svo dæmi sé tekið, sem flykktust út á götur, börðu bumbur og gjöll, spiluðu rokk og köstuðu steinum og kveiktu elda. Hér varð það sama uppi á teningnum og niðurstaðan varð sú sama. Ríkisstjórnin sá að henni var ekki sætt lengur og kvaddi. Fólkið hafði sigur. Hlustað var á það og kröfur þess. Og þó að menn hafi haft mismunandi kröfur, einn viljað þetta og annar hitt, var meginkrafan skýr; breytingar urðu að verða. Og þá ekki þannig breytingar að einn stæði upp úr þessum stólnum og settist í hinn, en að í grunninn yrði allt hið sama. Nei, fólkið vildi grundvallarbreytingar. Og nú er ríkisstjórnin farin að kröfu fólksins. Við búum í ungu lýðræðisríki. Kannski eru þessi tíðindi fyrsta merki þess að við berum gæfu til að sníða helstu vankantana af stjórnarforminu. Að fólkið sjálft hafi meira að segja um eigið líf. sigur fólksins eru stórtíðindi þessara daga. Vonandi átta þeir sem munu sitja við stjórnvölinn sig á þeirri staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Stórtíðindi urðu í íslensku samfélagi nú í vikunni. Þau tíðindi lutu ekki að því að við sjáum stjórnarmynstur sem við höfum ekki áður séð - verði þá mynduð minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Nei, þau tíðindi voru að fólkið náði því fram að hrekja ríkisstjórn frá völdum. Aldrei áður hefur það gerst að Íslendingar hafi flykkst út á götur og heimtað nýja stjórn og á þá hafi verið hlustað; reyndar tók það tíma sinn. Það þarf nefnilega enginn að velkjast í vafa um það að ef ekki hefðu verið haldnir 16 mótmælafundir á Austurvelli, ef ekki hefði verið haldinn fjöldi borgarafunda, ef ekki hefðu verið haldin ýmis mótmæli um allt land, ef ekki hefðu risið upp í vefheimum skæðir gagnrýnendur stjórnvalda, ef þjóðin hefði ekki látið í sér heyra, látið vita að nú vildi hún sjá breytingar, sjá hlutina öðruvísi, sjá ríkisstjórnina fara - ef ekkert af þessu hefði gerst; þá sæti hér enn ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Íslendingar hafa oft á tíðum dáðst að byltingum í öðrum löndum. Við dáðumst að Úkraínubúum, svo dæmi sé tekið, sem flykktust út á götur, börðu bumbur og gjöll, spiluðu rokk og köstuðu steinum og kveiktu elda. Hér varð það sama uppi á teningnum og niðurstaðan varð sú sama. Ríkisstjórnin sá að henni var ekki sætt lengur og kvaddi. Fólkið hafði sigur. Hlustað var á það og kröfur þess. Og þó að menn hafi haft mismunandi kröfur, einn viljað þetta og annar hitt, var meginkrafan skýr; breytingar urðu að verða. Og þá ekki þannig breytingar að einn stæði upp úr þessum stólnum og settist í hinn, en að í grunninn yrði allt hið sama. Nei, fólkið vildi grundvallarbreytingar. Og nú er ríkisstjórnin farin að kröfu fólksins. Við búum í ungu lýðræðisríki. Kannski eru þessi tíðindi fyrsta merki þess að við berum gæfu til að sníða helstu vankantana af stjórnarforminu. Að fólkið sjálft hafi meira að segja um eigið líf. sigur fólksins eru stórtíðindi þessara daga. Vonandi átta þeir sem munu sitja við stjórnvölinn sig á þeirri staðreynd.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun