Skoðanafabrikkur samfélagsins Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 10. janúar 2009 06:00 Margir þeirra sem nú eru á miðjum aldri lifa enn í þeim hugmyndaheimi að fjölmiðlar okkar tíma tali hver fyrir sig einni röddu. Þetta eru leifar sem hafa steingervst í hugum þeirra sem ólust upp við flokkslínur. Sannleikurinn megnar ekki að frelsa þá: fjölmiðlar okkar tíma eru margradda, opnari fyrir skoðanaskiptum flestir. Gáttir, heimasíður, tímarit, opnir útvarpsþættir, umræðusíður dagblaðanna sem eftir tóra: samastaðir opinnar umræðu eru margir. Það eru helst sjónvarpsstöðvarnar sem eru reyrðar í klafa lokaðra dagskrárkerfa og eru fyrir bragðið að daga uppi í hefðbundnum fíneríheitum. það er því rangt að tala um „fjölmiðlana" sem eina rödd, einsleitt fyrirbæri og gera því skóna að þar sé smíðuð ein silfruð skoðun, háheilagur tilbúinn „sannleikur", fabrikkeraðar skoðanir. Margradda samfélag í fjölmiðlun landsins þrífst ekki vel ef einstaklingarnir þora ekki að koma fram undir sínu rétta nafni. nafnleysið var lengi vel viðurkennd aðferð í skoðanaskiptum: grímuklæddur mótmælandi, nafnleysingi á bloggi og Staksteinar Moggans eru allir af sama meiði, úr óttafullu launsátri vega nafnleysingjarnir að hvaða skotspæni sem þeim sýnist. Til þess njóta menn skálkaskjóls ritstjórna, til dæmis á Eyjunni og í Mogganum. Skoðanir fjölmiðla eru ekki fabrikkeraðar lengur eins og iðnaðarráðherra heldur fram á bloggi sínu. Þær spretta úr önn dagsins, gæddar lífi og hugsun, knúðar siðlægum gildum. Færðar í orð eins og best hentar erindinu og ástæðunni. Sá vandláti má hneykslast á orðavali og ákafa, rétt eins hneykslast má á hinum settlegu sem klæða hugsun sína í hinn hefðbundna vaðal sem á endanum geymir klið hlutleysis eins og úr munninum hlaupi baðmullarhnoðrar sem á endanum fylla rúmið og kæfa alla viðstadda með mjúkri þöggun. Þá gjaldfalla orðin og verða máttlaus. Þögnin er um þessar mundir afar virk í íslensku samfélagi, einkum að hálfu þeirra sem búa við stjórnsýslulega ábyrgð. Hún er skipuleg og stefnir samfélaginu öllu í voða. Hún kallar fram ásakanir um getuleysi og vanhæfi þeirra sem með völdin hafa. Hjá þögninni sitja svo systur hennar ábyrgðarleysi og valdhrokinn. Tvær stærstu stjórnmálahreyfingar landsins treysta svo völdum sínum að þær halla sér frekar að þögninni, samskiptaleysinu við umbjóðendur sína, en hreinskiptu samtali. Það var því ámátlegt að skorið var á fyrstu og einu umræðu leiðtoga stjórnmálaflokkanna í beinni útsendingu á gamlársdag. En það er líka til marks um lítilvægt hlutverk hinna sjónrænu fjölmiðla að bæði fyrir og eftir þann fund hefur ekki verið ráðist í að kalla þá í slíkan þátt aftur. Stjórnvöld sem starfa með þögnina sem meginstjórntæki sitt eru sjaldan langlíf í harðindaárum. Skoðanafabrikkur samfélagsins almenningur vilja eiga opinská skoðanaskipti við stjórnmálamenn um úrlausnir stórra mála jafnvel þótt tönnlast sé á orðunum „þið eruð ekki þjóðin" eins og barnaskólakennari ávíti börn. Enda langt síðan stjórnmálamenn og opinberir ábyrgðarmenn hafa staðið við svo djúpa gjá. Og það ber vott um stjórnmálalega flónsku að álykta að sitjandi fulltrúar þjóðarinnar fái áfram umboð til þannig vinnubragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Margir þeirra sem nú eru á miðjum aldri lifa enn í þeim hugmyndaheimi að fjölmiðlar okkar tíma tali hver fyrir sig einni röddu. Þetta eru leifar sem hafa steingervst í hugum þeirra sem ólust upp við flokkslínur. Sannleikurinn megnar ekki að frelsa þá: fjölmiðlar okkar tíma eru margradda, opnari fyrir skoðanaskiptum flestir. Gáttir, heimasíður, tímarit, opnir útvarpsþættir, umræðusíður dagblaðanna sem eftir tóra: samastaðir opinnar umræðu eru margir. Það eru helst sjónvarpsstöðvarnar sem eru reyrðar í klafa lokaðra dagskrárkerfa og eru fyrir bragðið að daga uppi í hefðbundnum fíneríheitum. það er því rangt að tala um „fjölmiðlana" sem eina rödd, einsleitt fyrirbæri og gera því skóna að þar sé smíðuð ein silfruð skoðun, háheilagur tilbúinn „sannleikur", fabrikkeraðar skoðanir. Margradda samfélag í fjölmiðlun landsins þrífst ekki vel ef einstaklingarnir þora ekki að koma fram undir sínu rétta nafni. nafnleysið var lengi vel viðurkennd aðferð í skoðanaskiptum: grímuklæddur mótmælandi, nafnleysingi á bloggi og Staksteinar Moggans eru allir af sama meiði, úr óttafullu launsátri vega nafnleysingjarnir að hvaða skotspæni sem þeim sýnist. Til þess njóta menn skálkaskjóls ritstjórna, til dæmis á Eyjunni og í Mogganum. Skoðanir fjölmiðla eru ekki fabrikkeraðar lengur eins og iðnaðarráðherra heldur fram á bloggi sínu. Þær spretta úr önn dagsins, gæddar lífi og hugsun, knúðar siðlægum gildum. Færðar í orð eins og best hentar erindinu og ástæðunni. Sá vandláti má hneykslast á orðavali og ákafa, rétt eins hneykslast má á hinum settlegu sem klæða hugsun sína í hinn hefðbundna vaðal sem á endanum geymir klið hlutleysis eins og úr munninum hlaupi baðmullarhnoðrar sem á endanum fylla rúmið og kæfa alla viðstadda með mjúkri þöggun. Þá gjaldfalla orðin og verða máttlaus. Þögnin er um þessar mundir afar virk í íslensku samfélagi, einkum að hálfu þeirra sem búa við stjórnsýslulega ábyrgð. Hún er skipuleg og stefnir samfélaginu öllu í voða. Hún kallar fram ásakanir um getuleysi og vanhæfi þeirra sem með völdin hafa. Hjá þögninni sitja svo systur hennar ábyrgðarleysi og valdhrokinn. Tvær stærstu stjórnmálahreyfingar landsins treysta svo völdum sínum að þær halla sér frekar að þögninni, samskiptaleysinu við umbjóðendur sína, en hreinskiptu samtali. Það var því ámátlegt að skorið var á fyrstu og einu umræðu leiðtoga stjórnmálaflokkanna í beinni útsendingu á gamlársdag. En það er líka til marks um lítilvægt hlutverk hinna sjónrænu fjölmiðla að bæði fyrir og eftir þann fund hefur ekki verið ráðist í að kalla þá í slíkan þátt aftur. Stjórnvöld sem starfa með þögnina sem meginstjórntæki sitt eru sjaldan langlíf í harðindaárum. Skoðanafabrikkur samfélagsins almenningur vilja eiga opinská skoðanaskipti við stjórnmálamenn um úrlausnir stórra mála jafnvel þótt tönnlast sé á orðunum „þið eruð ekki þjóðin" eins og barnaskólakennari ávíti börn. Enda langt síðan stjórnmálamenn og opinberir ábyrgðarmenn hafa staðið við svo djúpa gjá. Og það ber vott um stjórnmálalega flónsku að álykta að sitjandi fulltrúar þjóðarinnar fái áfram umboð til þannig vinnubragða.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun