Þó svo ofurstjarnan Tom Brady hafi ekki getað spilað amerískan fótbolta í háa herrans tíð hefur hann ekki setið auðum höndum.
Hann er bæði búinn að giftast brasilíska ofurmódelinu Gisele og barna hana. Þau létu reyndar ekki nægja að gifta sig einu sinni því þau endurtóku leikinn skömmu síðar. Dugar víst lítið minna en tvö brúðkaup þessa dagana.
Þetta verður fyrsta barn hinnar 29 ára gömlu Gisele en en Brady á fyrir einn son úr fyrra sambandi.