Franski stangarstökkvarinn Romain Mesnil, sem vakti heimsathygli um helgina fyrir að skokka nakinn í gegn um París, hefur opnað uppboð á netinu til að finna sér stuðningsaðila.
Myndbandið af Mesnil hefur vakið gríðarlega athygli í netheimum og hefur hann ákveðið að nýta sér athyglina til að finna sér stuðningsaðila.
Á blaðamannafundi sagðist hann ætla að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum að taka þátt í fjörinu með sér.
"Mér fannst þetta tækifæri til að gera eitthvað sniðugt. Ég er ekki tilbúinn að gera hvað sem er til að ná mér í sponsor, en við skulum sjá hvað gerist," sagði þessi sniðugi Frakki.