Kristianstad vann í gær sinn annan sigur í röð í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær er liðið vann Piteå á heimavelli, 2-0.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins en þær Guðný Björk Óðinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad.
Kristianstad lyfti sér með sigrinum úr fallsæti í deildinni í fyrsta sinn á tímabilinu. Liðið er með sex stig í tíunda sæti deildarinnar.
Annar sigur Kristianstad í röð
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
