Kári: Þeir mega berja mig eins og þeir vilja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 22:42 Kári Kristján í kröppum dansi fyrr í vetur. Mynd/Stefán Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira