Handbolti

N1-deild karla: Nýliðar Gróttu skelltu Fram

Ómar Þorgeirsson skrifar
Frá leik Fram og Gróttu í dag.
Frá leik Fram og Gróttu í dag.

Fyrsta umferð N1-deildar karla í handbolta kláraðist í Framhúsinu í dag þar sem nýliðar Gróttu unnu 19-25 sigur gegn Fram.

Gróttumenn byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu tvö fyrstu mörkin stemningin geislaði af liðinu. Framarar reyndu að svara en Gróttumenn voru alltaf skrefinu á undan.

Anton Rúnarsson var óstöðvandi í sókninni hjá Gróttu og var búinn að salla sex mörkum á Framara eftir tuttugu mínútna leik en sóknarlega virkuðu Framarar ráðalausir. Staðan í hálfleik var 10-15 Gróttu í vil.

Gróttumenn slökuðu ekkert á klónni í síðari hálfleik og héldu öruggri forystu allan tímann.

Mestur var munurinn 6 mörk en lokatölur urðu sem segir 19-25 og greinilegt að nýliðar Gróttu eiga eftir að bíta frá sér í vetur.

Tölfræðin:

Fram-Grótta 19-25 (10-15)

Mörk Fram (skot): Hákon Stefánsson 5 (6), Halldór Jóhann Sigfússon 3/1 (9/2), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/1), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (7), Magnús Stefánsson 3 (9), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (2), Andri Berg Haraldsson 1 (7), Björn Guðmundsson 0 (1), Jóhann Karl Reynisson 0 (1)

Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (12/1, 50%), Zoltan Majeri 5 (13/1, 29%)

Hraðaupphlaup: 3 (Arnar Birkir 2, Hákon)

Fiskuð víti: 3 (Halldór Jóhann, Stefán Baldvin, Björn)

Utan vallar: 10 mínútur

Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 11/2 (16/2), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (7), Halldór Ingólfsson 3 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 3 (9), Jón Karl Björnsson 2 (3), Páll Þórólfsson 1 (1), Finnur Ingi Stefánsson 1 (2), Óli Björn Vilhjálmsson 0 (1)

Varin skot: Gísli Guðmundsson 13/1 (19/3, 41%)

Hraðaupphlaup: 3 (Anton 2, Jón Karl)

Fiskuð víti: 2 (Atli Rúnar)

Utan vallar: 6 mínútur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×