Viðskipti erlent

Yfir 44.000 manns misstu vinnuna í dag

Yfir 44.000 manns misstu vinnu sína í dag, beggja megin við Atlantshafið. Stærstur hluti hópsins, eða 20.000 manns, voru reknir frá vinnuvélaframleiðandanum Caterpiller í Bandaríkjunum.

Um er að ræða 18% af öllu vinnuaflinu hjá Caterpillar sem sagt var upp í dag en uppsagnirnar eru liður í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum hjá fyrirtækinu.

Á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan uppsagnir hjá Caterpillar megi nefna að Philips í Evrópu hefur tilkynnt um uppsagnir 6.000 starfsmanna. Hollenski stórbankinn ING mun reka 7.000 manns og stálframleiðandinn Corus ætlar að reka 3.500 manns, þar af 2.500 á Englandi.

Þá hefur bandaríska farsímafyrirtækið Sprint Nextel tilkynnt um uppsagnir 8.000 starfsmanna og Royal Bank of Scotland tilkynnti um 750 uppsagnir hjá dótturbanka sínum Ulster Bank.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×