Ástralskur unglingspiltur var í dag dæmdur í fimm leikja bann fyrir að leysa niður um sig buxurnar og sýna áhorfendum á sér botninn í deildarleik í ruðningi um helgina.
Yfirvöld í Queensland í norðurhluta Ástralíu sögðu þessa hegðun algjörlega ólíðandi og hlustuðu ekki á kvartanir hins 18 ára gamla leikmanns, sem sagði að áhorfendurnir hefðu sýnt sér móðgandi framkomu.