Fjórðungsúrslitin klár á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2009 08:00 Gael Monfils fagnar sigri á Andy Roddick í gær. Nordic Photos / AFP Fjórðu umferð lauk í gær á Opna franska meistaramótinu í París og er því ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitunum sem hefjast í dag. Í karlaflokki hefur það komið langmest á óvart að sigurvegari síðustu fjögurra ára, Rafael Nadal frá Spáni, féll úr leik. Hann varð að játa sig sigraðan fyrir Svíanum Robin Söderling. Roger Federer frá Sviss er í öðru sæti heimslistans og komst naumlega í fjórðungsúrslitin. Þar mætir hann heimamanninum Gael Monfils en hann er eini Frakkinn sem komast svo langt í bæði einliðaleik karla og kvenna. Meistarinn í kvennaflokki, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik um helgina. Hún var þó ekki í fyrsta sæti styrkleikalista mótsins enda ekki gengið vel síðan hún fagnaði sigri í fyrra. Tvær efstu konurnar á stigalistanum - Dinara Safina frá Rússlandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum - eru báðar með í fjórðungsúrslitunum. Maria Sharapova komst einnig áfram en hún hefur verið að gera það gott eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Af þeim sökum féll hún út af lista 100 bestu tenniskvenna heims en ljóst er að hún verður aftur á meðal þeirra eftir árangurinn í París. Rúmenski táningurinn Sorana Cirstea kom einnig mörgum í opna skjöldu í gær er hún bar sigurorð af Jelenu Jankovic frá Serbíu í spennandi viðureign, 3-6, 6-0 og 9-7. Fjórðungsúrslitin: Einliðaleikur karla: Robin Söderling, Svíþjóð - Nikolay Davydenko, Rússlandi Andy Murray, Bretlandi - Fernando Gonzalez, Chile Juan Martin del Potro, Argentínu - Tommy Robredo, Spáni Gael Monfils, Frakklandi - Roger Federer, Sviss Einliðaleikur kvenna:Dinara Safina, Rússlandi - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi Dominika Cibulkova, Slóvakíu - Maria Sharapova, Rússlandi Sorana Cirstea, Rúmeníu - Samantha Stosur, Ástralíu Svetlana Kuznetsova, Rússlandi - Serena Williams, Bandaríkjunum Erlendar Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sjá meira
Fjórðu umferð lauk í gær á Opna franska meistaramótinu í París og er því ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitunum sem hefjast í dag. Í karlaflokki hefur það komið langmest á óvart að sigurvegari síðustu fjögurra ára, Rafael Nadal frá Spáni, féll úr leik. Hann varð að játa sig sigraðan fyrir Svíanum Robin Söderling. Roger Federer frá Sviss er í öðru sæti heimslistans og komst naumlega í fjórðungsúrslitin. Þar mætir hann heimamanninum Gael Monfils en hann er eini Frakkinn sem komast svo langt í bæði einliðaleik karla og kvenna. Meistarinn í kvennaflokki, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik um helgina. Hún var þó ekki í fyrsta sæti styrkleikalista mótsins enda ekki gengið vel síðan hún fagnaði sigri í fyrra. Tvær efstu konurnar á stigalistanum - Dinara Safina frá Rússlandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum - eru báðar með í fjórðungsúrslitunum. Maria Sharapova komst einnig áfram en hún hefur verið að gera það gott eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Af þeim sökum féll hún út af lista 100 bestu tenniskvenna heims en ljóst er að hún verður aftur á meðal þeirra eftir árangurinn í París. Rúmenski táningurinn Sorana Cirstea kom einnig mörgum í opna skjöldu í gær er hún bar sigurorð af Jelenu Jankovic frá Serbíu í spennandi viðureign, 3-6, 6-0 og 9-7. Fjórðungsúrslitin: Einliðaleikur karla: Robin Söderling, Svíþjóð - Nikolay Davydenko, Rússlandi Andy Murray, Bretlandi - Fernando Gonzalez, Chile Juan Martin del Potro, Argentínu - Tommy Robredo, Spáni Gael Monfils, Frakklandi - Roger Federer, Sviss Einliðaleikur kvenna:Dinara Safina, Rússlandi - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi Dominika Cibulkova, Slóvakíu - Maria Sharapova, Rússlandi Sorana Cirstea, Rúmeníu - Samantha Stosur, Ástralíu Svetlana Kuznetsova, Rússlandi - Serena Williams, Bandaríkjunum
Erlendar Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sjá meira