Yang vann Tiger á síðasta risamóti ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2009 23:10 Y.E. Yang á vellinum í dag. Nordic Photos / AFP Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem að Tiger Woods vinnur ekki stórmót eftir að hann var með forystuna þegar keppni á lokadeginum hófst. Hann hefur alls unnið fjórtán risamót. Sigur Yang var sérlega glæsilegur. Hann lék vel í allan dag og tók fram úr Tiger á fjórtándu holu þegar hann fékk örn og komst á átta högg undir par. Tiger var þá á sjö höggum undir pari. Báðir fengu þeir skolla á sautjándu en á þeirri átjándu fékk Yang fugl eftir glæsilegt högg inn á flöt. Tiger hitti hins vegar ekki flötina og þurfti svo að tvípútta. Hann lauk því keppni á fimm undir pari en Yang á átta undir pari. Tiger var aldrei líkur sjálfum sér í dag og átti sérstaklega erfitt með púttin. Hann lék á alls 75 höggum í dag en Yang lék á 70 höggum. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem að Tiger Woods vinnur ekki stórmót eftir að hann var með forystuna þegar keppni á lokadeginum hófst. Hann hefur alls unnið fjórtán risamót. Sigur Yang var sérlega glæsilegur. Hann lék vel í allan dag og tók fram úr Tiger á fjórtándu holu þegar hann fékk örn og komst á átta högg undir par. Tiger var þá á sjö höggum undir pari. Báðir fengu þeir skolla á sautjándu en á þeirri átjándu fékk Yang fugl eftir glæsilegt högg inn á flöt. Tiger hitti hins vegar ekki flötina og þurfti svo að tvípútta. Hann lauk því keppni á fimm undir pari en Yang á átta undir pari. Tiger var aldrei líkur sjálfum sér í dag og átti sérstaklega erfitt með púttin. Hann lék á alls 75 höggum í dag en Yang lék á 70 höggum.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira