Umfjöllun: Baráttusigur FH gegn Val Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 12. desember 2009 17:57 Mynd/Valli Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Það voru gestirnir sem sigruðu í dag, 20-23, í miklum baráttuleik. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en það sárvantaði hugmyndir í sóknarleikinn báðum megin. Hlynur Morthens var mjög traustur í markinu hjá Val og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir fylgdu heimamönnum hart á eftir allan fyrri hálfleikinn. Áður en flautað var til leikhlés náði hornamaður FH, Bjarni Fritzson, að skora og þar með tryggja gestunum forystu inn í leikhlé. Staðan í hálfleik, 9-10. Í síðari hálfleik breyttist lítið og liðin fylgdust að allt til enda. Óhætt er að segja að mikil barátta, góður og vel skipulagður varnarleikur einkenndi leikinn að Hlíðarenda í dag. FH-ingar náðu tveggja marka forskoti fyrsta skipti í leiknum þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, staðan þá 17-19. Ólafur Gústafsson skoraði og Pálmar í maki gestanna varði gríðarlega mikilvægt skot. Það var mikil spenna í lokin og erfitt að sjá hvort liðið færi úr leiknum með bæði stigin. Það voru svo FH-ingar sem kláruðu leikinn, Ólafur Gústafsson skoraði frábært mark þegar um mínúta var eftir og kom gestunum í þriggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en Bjarni Fritzson kláraði dæmið með lokamarkinu og baráttusigur FH-inga í höfn. Valsliðið var ekki að spila vel í sókninni og vantaði að fá leikmenn eins og Fannar og Arnór til að taka meiri þátt í leiknum. Hlynur átti mjög góðan dag í markinu og varði sautján skot. Gestirnir börðust allan leikinn og liðsheildin skóp sigurinn hjá þeim í dag. Pálmar Pétursson var traustur og varði vel á meðan vörnin stóð sína vakt allan leikinn. Eftir leikinn í dag eru FH-ingar komnir við hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. En lokatölur sem fyrr segir, 20-23, FH í vil. Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5).Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43%Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar Ingi, Arnór) Fiskuð víti: 1 (Ernir) Utan vallar: 6 mín. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm.) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Jón Heiðar, Ólafur Gústafs) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Í dag mættust að Hlíðarenda Valur og FH í N1-deild karla í handknattleik. Fyrir leikinn sátu Valsmenn í öðru sæti deildarinnar en FH-ingar í því fjórða. Það voru gestirnir sem sigruðu í dag, 20-23, í miklum baráttuleik. Leikurinn fór rólega af stað. Bæði lið spiluðu frábæran varnarleik en það sárvantaði hugmyndir í sóknarleikinn báðum megin. Hlynur Morthens var mjög traustur í markinu hjá Val og varði tíu bolta í fyrri hálfleik. Gestirnir fylgdu heimamönnum hart á eftir allan fyrri hálfleikinn. Áður en flautað var til leikhlés náði hornamaður FH, Bjarni Fritzson, að skora og þar með tryggja gestunum forystu inn í leikhlé. Staðan í hálfleik, 9-10. Í síðari hálfleik breyttist lítið og liðin fylgdust að allt til enda. Óhætt er að segja að mikil barátta, góður og vel skipulagður varnarleikur einkenndi leikinn að Hlíðarenda í dag. FH-ingar náðu tveggja marka forskoti fyrsta skipti í leiknum þegar að fimm mínútur voru eftir af leiknum, staðan þá 17-19. Ólafur Gústafsson skoraði og Pálmar í maki gestanna varði gríðarlega mikilvægt skot. Það var mikil spenna í lokin og erfitt að sjá hvort liðið færi úr leiknum með bæði stigin. Það voru svo FH-ingar sem kláruðu leikinn, Ólafur Gústafsson skoraði frábært mark þegar um mínúta var eftir og kom gestunum í þriggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en Bjarni Fritzson kláraði dæmið með lokamarkinu og baráttusigur FH-inga í höfn. Valsliðið var ekki að spila vel í sókninni og vantaði að fá leikmenn eins og Fannar og Arnór til að taka meiri þátt í leiknum. Hlynur átti mjög góðan dag í markinu og varði sautján skot. Gestirnir börðust allan leikinn og liðsheildin skóp sigurinn hjá þeim í dag. Pálmar Pétursson var traustur og varði vel á meðan vörnin stóð sína vakt allan leikinn. Eftir leikinn í dag eru FH-ingar komnir við hlið Vals í öðru sæti deildarinnar. En lokatölur sem fyrr segir, 20-23, FH í vil. Valur-FH 20-23 (9-10) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 5 (7/1), Elvar Friðriksson 4 (11), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Ernir Hrafn Arnarsson 3 (8), Ingvar Árnason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (5).Varin skot: Hlynur Morthens 17 (40/3) 43%Hraðaupphlaup: 2 (Gunnar Ingi, Arnór) Fiskuð víti: 1 (Ernir) Utan vallar: 6 mín. Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 6/3 (6/3), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Guðmundsson 4 (10), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (33/1) 39%. Hraðaupphlaup: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm.) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Jón Heiðar, Ólafur Gústafs) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira