Íslendingar erlendis: Rúrik skaut OB á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2009 11:00 Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira