Nú getur Óli ekki horft framhjá mér 21. janúar 2009 15:18 Kári Árnason NordicPhotos/GettyImages Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira