GKG og GK Sveitameistarar í golfi 2009 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2009 15:11 Sveit Íslandsmeistara kvenna í Keili. Mynd/Golfsamband Íslands Karlalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og kvennalið Golfklúbbs Keilis tryggðu sér sigur í Sveitakeppni Golfsambands Íslands í dag. GKG vann GR í úrslitum karlakeppninnar sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri en Keilir vann GR í úrslitum kvennakeppninnar sem fram fór á Garðavelli. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann 3-2 sigur á Golfkúbbi Reykjavíkur í úrslitaleiknum í Sveitakeppni karla. Birgir Leifur Hafþórsson og Sigmundur Einar Másson unnu sínar viðureignir í tvímenningi og þeir Guðjón H. Hilmarsson og Kjartan D. Kjartansson unnu fjórmenninginn. Golfklúbburinn Kjölur varð í 3. sæti eftir 3-2 sigur á Golfklúbbnum Keili í úrslitaleik um bronsið. Sveit Íslandsmeistaranna í GKG skipa: Alfreð Brynjar Kristinsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Guðjón Henning Hilmarsson, Kjartan Dór Kjartansson, Sigmundur Einar Másson, Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, Starkaður Sigurðarson og Úlfar Jónsson. Gunnar Páll Þórisson er liðstjóri. Golfklúbbur Keilis vann 2-1 sigur á Golfkúbbi Reykjavíkur í úrslitaleiknum í Sveitakeppni kvenna. Signý Arnórsdóttir vann sína viðureign í tvímenningi og þær Ásta Birna Magnúsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir unnu fjórmenninginn. Golfklúbburinn Kjölur varð í 3. sæti eftir 2-1 sigur á Golfklúbbnum Oddi í úrslitaleik um bronsið. Sveit Íslandsmeistaranna í GK skipa: Ásta Birna Magnúsdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir, Signý Arnórsdóttir, Tinna Jóhannsdóttir, Þórdís Geirsdóttir og Kristín Sigurbergsdóttir. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Karlalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og kvennalið Golfklúbbs Keilis tryggðu sér sigur í Sveitakeppni Golfsambands Íslands í dag. GKG vann GR í úrslitum karlakeppninnar sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri en Keilir vann GR í úrslitum kvennakeppninnar sem fram fór á Garðavelli. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann 3-2 sigur á Golfkúbbi Reykjavíkur í úrslitaleiknum í Sveitakeppni karla. Birgir Leifur Hafþórsson og Sigmundur Einar Másson unnu sínar viðureignir í tvímenningi og þeir Guðjón H. Hilmarsson og Kjartan D. Kjartansson unnu fjórmenninginn. Golfklúbburinn Kjölur varð í 3. sæti eftir 3-2 sigur á Golfklúbbnum Keili í úrslitaleik um bronsið. Sveit Íslandsmeistaranna í GKG skipa: Alfreð Brynjar Kristinsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Guðjón Henning Hilmarsson, Kjartan Dór Kjartansson, Sigmundur Einar Másson, Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, Starkaður Sigurðarson og Úlfar Jónsson. Gunnar Páll Þórisson er liðstjóri. Golfklúbbur Keilis vann 2-1 sigur á Golfkúbbi Reykjavíkur í úrslitaleiknum í Sveitakeppni kvenna. Signý Arnórsdóttir vann sína viðureign í tvímenningi og þær Ásta Birna Magnúsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir unnu fjórmenninginn. Golfklúbburinn Kjölur varð í 3. sæti eftir 2-1 sigur á Golfklúbbnum Oddi í úrslitaleik um bronsið. Sveit Íslandsmeistaranna í GK skipa: Ásta Birna Magnúsdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir, Signý Arnórsdóttir, Tinna Jóhannsdóttir, Þórdís Geirsdóttir og Kristín Sigurbergsdóttir.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira