Ef að væri Brynhildur Björnsdóttir skrifar 14. ágúst 2009 00:01 Ísland í dag er í viðtengingarhætti. Fréttatímar hefjast gjarna á orðinu „Ef" og síðan koma langar vangaveltur um hvað gæti gerst ef eitthvað annað gerist eða gerist ekki fyrst. Ef Icesave-samningurinn verður samþykktur, ef það eru til einhverjir peningar til að borga skuldirnar, ef loftslagsbreytingar halda áfram með sama hraða, ef Íslendingar fá að ganga í Evrópusambandið, ef þeir vilja það svo ekki, ef það verður kosið núna, virkjað á hálendinu, jarðskjálfti, súld á miðum... Ef er þó enn verra í þátíð. Ef einhverjir hefðu ekki sagt það sem þeir sögðu eða gert það sem þeir gerðu, ef við hefðum ekki kosið eins og við kusum og svallað eins og við svölluðum þá værum við miklu betur stödd í dag. Eins og sú vitneskja breyti einhverju. Ef-fréttirnar eru best til þess fallnar að valda kvíða. Þar sem enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér eru möguleikarnir óteljandi. Hver sérfræðingurinn af öðrum kemur með sína skoðun á því sem gerðist og sína túlkun á því sem koma skal. Fyrst voru það hagfræðingar, nú lögfræðingar. Og engir tveir eru sammála. Á þetta höfum við svo hlustað í næstum því heilt ár án þess að skilja upp eða niður og án þess að vera miklu nær. Er kreppan búin að ná botninum? Hvað þurfum við að herða sultarólina mikið fastar? Kemst ég einhvern tíma aftur til útlanda? Verða til bananar hér á næsta ári? Fá börnin mín almennilega menntun? Í óvissunni miðri er léttir þegar öruggar og efalausar staðreyndir eru bornar á borð. Hinn áttunda ágúst var þetta helst í fréttum: „Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir að nefndin færi þjóðinni líklega verri fréttir en nokkur nefnd hafi áður þurft að gera. Nefndin birtir niðurstöður sínar 1. nóvember." Það er gott að vita hvað er fram undan. Þá er hægt að kvíða fyrir raunverulegum atburðum í staðinn fyrir að liggja andvaka milli vonar og ótta um hvort allt fer á besta eða versta veg. Það hefði til dæmis verið frábært í ágúst í fyrra að vita hvað yrði helst í fréttum í nóvember. Við hefðum öll sofið svo miklu betur. Í öllum efasemdunum sem gegnsýra samfélagið þessa dagana er eitt alveg pottþétt. Hinn fyrsta nóvember fæ ég verri fréttir en nokkur nefnd hefur nokkurn tíma fært nokkrum Íslendingi fyrr og síðar. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Ísland í dag er í viðtengingarhætti. Fréttatímar hefjast gjarna á orðinu „Ef" og síðan koma langar vangaveltur um hvað gæti gerst ef eitthvað annað gerist eða gerist ekki fyrst. Ef Icesave-samningurinn verður samþykktur, ef það eru til einhverjir peningar til að borga skuldirnar, ef loftslagsbreytingar halda áfram með sama hraða, ef Íslendingar fá að ganga í Evrópusambandið, ef þeir vilja það svo ekki, ef það verður kosið núna, virkjað á hálendinu, jarðskjálfti, súld á miðum... Ef er þó enn verra í þátíð. Ef einhverjir hefðu ekki sagt það sem þeir sögðu eða gert það sem þeir gerðu, ef við hefðum ekki kosið eins og við kusum og svallað eins og við svölluðum þá værum við miklu betur stödd í dag. Eins og sú vitneskja breyti einhverju. Ef-fréttirnar eru best til þess fallnar að valda kvíða. Þar sem enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér eru möguleikarnir óteljandi. Hver sérfræðingurinn af öðrum kemur með sína skoðun á því sem gerðist og sína túlkun á því sem koma skal. Fyrst voru það hagfræðingar, nú lögfræðingar. Og engir tveir eru sammála. Á þetta höfum við svo hlustað í næstum því heilt ár án þess að skilja upp eða niður og án þess að vera miklu nær. Er kreppan búin að ná botninum? Hvað þurfum við að herða sultarólina mikið fastar? Kemst ég einhvern tíma aftur til útlanda? Verða til bananar hér á næsta ári? Fá börnin mín almennilega menntun? Í óvissunni miðri er léttir þegar öruggar og efalausar staðreyndir eru bornar á borð. Hinn áttunda ágúst var þetta helst í fréttum: „Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið segir að nefndin færi þjóðinni líklega verri fréttir en nokkur nefnd hafi áður þurft að gera. Nefndin birtir niðurstöður sínar 1. nóvember." Það er gott að vita hvað er fram undan. Þá er hægt að kvíða fyrir raunverulegum atburðum í staðinn fyrir að liggja andvaka milli vonar og ótta um hvort allt fer á besta eða versta veg. Það hefði til dæmis verið frábært í ágúst í fyrra að vita hvað yrði helst í fréttum í nóvember. Við hefðum öll sofið svo miklu betur. Í öllum efasemdunum sem gegnsýra samfélagið þessa dagana er eitt alveg pottþétt. Hinn fyrsta nóvember fæ ég verri fréttir en nokkur nefnd hefur nokkurn tíma fært nokkrum Íslendingi fyrr og síðar. Ég hlakka til.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun