Barcelona vann 2-0 sigur á Real Mallorca í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í sínum 100. leik með félaginu. Hann var svo tekinn af velli ásamt Thierry Henry á 55. mínútu.
Henry skoraði fyrra mark Börsunga í leiknum með skalla eftir sendingu Bojan Krkic. Það kom á 34. mínútu leiksins.
Rafael Marquez skoraði svo annað markið á 73. mínútu en það kom beint úr aukaspyrnu.
Sigur Börsunga var síst of stór en gestirnir geta þakkað frammistöðu markvarðarins German Lux að liðið fékk ekki fleiri mörk á sig.
Fótbolti