Börn og annað fólk Jónína Michaelsdóttir skrifar 9. júní 2009 06:00 Árla dags í október 1997 sat ég í skólastofu í úthverfi Hamborgar í Þýskalandi og fylgdist með Olgu Guðrúnu Árnadóttur spjalla við börnin í bekknum, sem voru á fermingaraldri, og lesa fyrir þau úr bók sinni „Peð á plánetunni Jörð". Tíminn hófst með því að kennari unglinganna kynnti góðan gest, rithöfund frá Íslandi, sem hefði skrifað vinsæla unglingabók og ætlaði að lesa úr henni fyrir þau. Síðan settist hann hjá mér, en Olga Guðrún tók sér stöðu framan við kennaraborðið og ávarpaði bekkinn. Nokkrir strákar áttu erfitt með að sitja kyrrir og voru bersýnilega að spegla sig hver í öðrum, flissuðu, iðuðu í sætunum og skimuðu látlaust í kringum sig, en að öðru leyti virtust þessir krakkar forvitnir fremur en áhugasamir um þessa óvæntu heimsókn. Olga Guðrún kynnti sig, einlæg og blátt áfram, sagði frá Íslandi og lífinu þar í nokkrum orðum, og kvaðst sjálf vera frá Reykjavík. Hún kynni því miður lítið í þýsku, skildi hana ágætlega en væri ekki sterk í málfræðinni og bað þau að sýna því skilning. Hún væri í fyrsta skipti í landinu þeirra, textinn sem hún læsi væri þýddur á þýsku af öðrum. Svo hóf hún lesturinn, fyrst nokkrar setningar á íslensku, til að leyfa þeim að heyra tungumálið. Meðan hún talaði um sjálfa sig gjörbreyttist andrúmsloftið í skólastofunni. Kyrrð færðist yfir hópinn og athygli vaknaði í hverju andliti. Olga Guðrún brýndi ekki röddina í lestrinum og var ekki í upplestrarstellingum. Frekar eins og hún væri að segja þeim frá á venjulegu talmáli, og það hefði mátt heyra saumnál detta í skólastofunni. Eftir nokkra stund spurði hún hvort þau vildu að hún læsi áfram eða taka stutt hlé. Svarið kom samstundis: „Lestu áfram!" kölluðu krakkarnir einum rómi. InnflytjendurÍ spjallinu á eftir var mikið spurt um Ísland, en ekki síður um Olgu sjálfa. Hvað hún hefði skrifað margar bækur og hvort þær hefðu verið þýddar á þýsku. Hún spurði þau á móti, hvort þau læsu mikið, og hvaða bækur. „Hvers vegna?" spurði hún þá sem sögðust aldrei lesa sögubækur. Þrátt fyrir framangreinda fyrirvara talaði Olga Guðrún lýtalausa þýsku í þessu spjalli, að sögn kennarans við hliðina á mér. Þegar hún kvaddi þyrptust krakkarnir að henni og báðu um eiginhandaráritun. Hún væri eini rithöfundurinn sem þau hefðu séð á ævinni. Á leiðinni út ræddi ég við kennarann um þetta sérstaka andrúmsloft sem myndaðist í bekknum þegar Olga Guðrún var að segja frá sjálfri sér og hélst út tímann. Það hafði ekki farið framhjá honum. „Í þessum bekk eru óvenju mörg börn innflytjenda sem hafa sjálf verið ný í þessu umhverfi og þurft að takast á við tungumálið", sagði hann. Þau hafa því kannski samsamað sig þessum íslenska rithöfundi á vissan hátt. Fundist hann einn af þeim. Virðing Heimsókn í þennan skóla var liður í kynningu á íslenskri barnamenningu í Hamborg þetta ár, í samvinnu við þýska menningarstofnun, Katholische Akademie Hamburg. Þar var meðal annars glæsileg sýning á myndum úr íslenskum barnabókum sem vakti mikla athygli. Þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og Vigdís Finnbogadóttir voru meðal þeirra sem tóku til máls á setningarathöfninni 6. nóvember, en Olga Guðrún Árnadóttir söng. Mjög fallega. Næsta dag var ráðstefna um íslenska barnamenningu með þýsku og íslensku fagfólki. Auk Olgu Guðrúnar voru með í för barnabókahöfundarnir Guðrún Helgadóttir og Áslaug Jónsdóttir. Heimsóknir með þeim á leikskóla eru mjög eftirminnilegar, en stemningin hjá Olgu Guðrúnu í úthverfaskólanum er þó skýrust í minninu. Börn innflytjendanna. Þó að viðbrögð þeirra og viðmót hafi kviknað við bergmál af sömu reynslu er ég ekki í vafa um að virðingin sem hún sýndi þeim allan tímann hafi ekki síður skipt máli. Hún talaði við þau eins og jafnaldra sem hún tæki mark á. Hlustaði á skoðanir þeirra af óskiptri athygli. Þegar hún sat fyrir svörum í Katólsku Akademíunni og var spurð hvernig bækur hún skrifaði, svaraði hún: "Ég skrifa fyrir börn og annað fólk". Það eru áreiðanlega fleiri en ég sem bíða spenntir eftir næstu bók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Árla dags í október 1997 sat ég í skólastofu í úthverfi Hamborgar í Þýskalandi og fylgdist með Olgu Guðrúnu Árnadóttur spjalla við börnin í bekknum, sem voru á fermingaraldri, og lesa fyrir þau úr bók sinni „Peð á plánetunni Jörð". Tíminn hófst með því að kennari unglinganna kynnti góðan gest, rithöfund frá Íslandi, sem hefði skrifað vinsæla unglingabók og ætlaði að lesa úr henni fyrir þau. Síðan settist hann hjá mér, en Olga Guðrún tók sér stöðu framan við kennaraborðið og ávarpaði bekkinn. Nokkrir strákar áttu erfitt með að sitja kyrrir og voru bersýnilega að spegla sig hver í öðrum, flissuðu, iðuðu í sætunum og skimuðu látlaust í kringum sig, en að öðru leyti virtust þessir krakkar forvitnir fremur en áhugasamir um þessa óvæntu heimsókn. Olga Guðrún kynnti sig, einlæg og blátt áfram, sagði frá Íslandi og lífinu þar í nokkrum orðum, og kvaðst sjálf vera frá Reykjavík. Hún kynni því miður lítið í þýsku, skildi hana ágætlega en væri ekki sterk í málfræðinni og bað þau að sýna því skilning. Hún væri í fyrsta skipti í landinu þeirra, textinn sem hún læsi væri þýddur á þýsku af öðrum. Svo hóf hún lesturinn, fyrst nokkrar setningar á íslensku, til að leyfa þeim að heyra tungumálið. Meðan hún talaði um sjálfa sig gjörbreyttist andrúmsloftið í skólastofunni. Kyrrð færðist yfir hópinn og athygli vaknaði í hverju andliti. Olga Guðrún brýndi ekki röddina í lestrinum og var ekki í upplestrarstellingum. Frekar eins og hún væri að segja þeim frá á venjulegu talmáli, og það hefði mátt heyra saumnál detta í skólastofunni. Eftir nokkra stund spurði hún hvort þau vildu að hún læsi áfram eða taka stutt hlé. Svarið kom samstundis: „Lestu áfram!" kölluðu krakkarnir einum rómi. InnflytjendurÍ spjallinu á eftir var mikið spurt um Ísland, en ekki síður um Olgu sjálfa. Hvað hún hefði skrifað margar bækur og hvort þær hefðu verið þýddar á þýsku. Hún spurði þau á móti, hvort þau læsu mikið, og hvaða bækur. „Hvers vegna?" spurði hún þá sem sögðust aldrei lesa sögubækur. Þrátt fyrir framangreinda fyrirvara talaði Olga Guðrún lýtalausa þýsku í þessu spjalli, að sögn kennarans við hliðina á mér. Þegar hún kvaddi þyrptust krakkarnir að henni og báðu um eiginhandaráritun. Hún væri eini rithöfundurinn sem þau hefðu séð á ævinni. Á leiðinni út ræddi ég við kennarann um þetta sérstaka andrúmsloft sem myndaðist í bekknum þegar Olga Guðrún var að segja frá sjálfri sér og hélst út tímann. Það hafði ekki farið framhjá honum. „Í þessum bekk eru óvenju mörg börn innflytjenda sem hafa sjálf verið ný í þessu umhverfi og þurft að takast á við tungumálið", sagði hann. Þau hafa því kannski samsamað sig þessum íslenska rithöfundi á vissan hátt. Fundist hann einn af þeim. Virðing Heimsókn í þennan skóla var liður í kynningu á íslenskri barnamenningu í Hamborg þetta ár, í samvinnu við þýska menningarstofnun, Katholische Akademie Hamburg. Þar var meðal annars glæsileg sýning á myndum úr íslenskum barnabókum sem vakti mikla athygli. Þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, og Vigdís Finnbogadóttir voru meðal þeirra sem tóku til máls á setningarathöfninni 6. nóvember, en Olga Guðrún Árnadóttir söng. Mjög fallega. Næsta dag var ráðstefna um íslenska barnamenningu með þýsku og íslensku fagfólki. Auk Olgu Guðrúnar voru með í för barnabókahöfundarnir Guðrún Helgadóttir og Áslaug Jónsdóttir. Heimsóknir með þeim á leikskóla eru mjög eftirminnilegar, en stemningin hjá Olgu Guðrúnu í úthverfaskólanum er þó skýrust í minninu. Börn innflytjendanna. Þó að viðbrögð þeirra og viðmót hafi kviknað við bergmál af sömu reynslu er ég ekki í vafa um að virðingin sem hún sýndi þeim allan tímann hafi ekki síður skipt máli. Hún talaði við þau eins og jafnaldra sem hún tæki mark á. Hlustaði á skoðanir þeirra af óskiptri athygli. Þegar hún sat fyrir svörum í Katólsku Akademíunni og var spurð hvernig bækur hún skrifaði, svaraði hún: "Ég skrifa fyrir börn og annað fólk". Það eru áreiðanlega fleiri en ég sem bíða spenntir eftir næstu bók.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun