Fljótasti maður heims, Usain Bolt, mun keppa í 150 metra hlaupi á götum Manchester-borgar þann 17. maí næstkomandi.
Þetta verður fyrsta keppni hins þrefalda Ólympíumeistara í Evrópu á þessu ári og verður upphitun fyrir HM.
Bolt fór á kostum í Peking síðasta sumar þar sem hann vann gull í 100 og 200 metra hlaupi á heimsmetstímum ásamt því sem hann vann gull með félögum sínum í 4x100 metra hlaupi.