Draumalandið 15. apríl 2009 00:01 Ég fór að sjá Draumalandið í fyrrakvöld og eins og við var að búast kom það á nokkru hugarróti. Við eigum nefnilega öll okkar draumaland og ég fór að pæla í mínu en langt er síðan ég hef hróflað við því. Ég er nefnilega eins og fleiri mun uppteknari af því að hlýða á aðra lofa mér sínu draumalandi frekar en að spyrja sjálfan mig, líkt og Stefán Hilmarsson forðum, hvar er draumurinn? Nú er stutt í kosningar og stjórnmálamenn reyna eftir fremsta megni að selja okkur sína sýn af draumalandi. Meira að segja nú þegar bráður vandi er á höndum og kosningabaráttan ætti að snúast um bráðaaðgerðir þá standast stjórnmálamennirnir ekki freistinguna og reyna að selja okkur aðgang að draumalandinu sínu og bjóðast til að tryggja okkur gegn því að við lendum í tortímingarlandi andstæðinganna. Allt þetta fyrir eitt atkvæði sem virðast reyfarakaup. En ekki eru öll draumalönd innan seilingar í þessu lífi. Ég man þegar ég spurði einn trúfastan kunningja í mosku einni hvort ekki væri erfitt að neita sér um öll lífsins þægindi fyrir trúna. Hann þverneitaði því og sagði þetta líf vera stutt og ekki jafn mikilsvert og það sem biði handan móðunnar miklu. Standi hann sína plikt á þessari stuttu vakt muni hann njóta allra hugsanlegra þæginda á löngu vaktinni hinum megin. Eftir að ég kom út úr kvikmyndahúsinu í Smáralind í fyrrakvöld fékk ég mér kaffi með Sigurði Maríasi sem er indíánafræðingur mikill. Sagði hann svipaða sögu af indíána sem taldi það ekki tiltökumál að hinn hvíti maður hefði tekið landið af honum í Ameríkunni því land indíánanna væri ekki af þessum heimi. Þegar ég hélt svo heim á leið stöðvaði mig ungur maður, nokkuð illa á sig kominn eftir vergang og ólyfjan. Hann bað mig vinsamlegast að gera sér þann greiða að kaupa fyrir sig sprittflösku í apótekinu þar sem hann fengi ekki afgreiðslu lengur. Peningana hafði hann tilbúna. Mér fannst ég vera kominn býsna langt frá draumalandinu mínu. En ég held ég hafi gert það eina rétta og mun ég vonandi hafa þann háttinn á næst þegar ég þarf að taka ákvörðun. Ég spurði mig: Hvað yrði gert í þessari stöðu í draumalandinu mínu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun
Ég fór að sjá Draumalandið í fyrrakvöld og eins og við var að búast kom það á nokkru hugarróti. Við eigum nefnilega öll okkar draumaland og ég fór að pæla í mínu en langt er síðan ég hef hróflað við því. Ég er nefnilega eins og fleiri mun uppteknari af því að hlýða á aðra lofa mér sínu draumalandi frekar en að spyrja sjálfan mig, líkt og Stefán Hilmarsson forðum, hvar er draumurinn? Nú er stutt í kosningar og stjórnmálamenn reyna eftir fremsta megni að selja okkur sína sýn af draumalandi. Meira að segja nú þegar bráður vandi er á höndum og kosningabaráttan ætti að snúast um bráðaaðgerðir þá standast stjórnmálamennirnir ekki freistinguna og reyna að selja okkur aðgang að draumalandinu sínu og bjóðast til að tryggja okkur gegn því að við lendum í tortímingarlandi andstæðinganna. Allt þetta fyrir eitt atkvæði sem virðast reyfarakaup. En ekki eru öll draumalönd innan seilingar í þessu lífi. Ég man þegar ég spurði einn trúfastan kunningja í mosku einni hvort ekki væri erfitt að neita sér um öll lífsins þægindi fyrir trúna. Hann þverneitaði því og sagði þetta líf vera stutt og ekki jafn mikilsvert og það sem biði handan móðunnar miklu. Standi hann sína plikt á þessari stuttu vakt muni hann njóta allra hugsanlegra þæginda á löngu vaktinni hinum megin. Eftir að ég kom út úr kvikmyndahúsinu í Smáralind í fyrrakvöld fékk ég mér kaffi með Sigurði Maríasi sem er indíánafræðingur mikill. Sagði hann svipaða sögu af indíána sem taldi það ekki tiltökumál að hinn hvíti maður hefði tekið landið af honum í Ameríkunni því land indíánanna væri ekki af þessum heimi. Þegar ég hélt svo heim á leið stöðvaði mig ungur maður, nokkuð illa á sig kominn eftir vergang og ólyfjan. Hann bað mig vinsamlegast að gera sér þann greiða að kaupa fyrir sig sprittflösku í apótekinu þar sem hann fengi ekki afgreiðslu lengur. Peningana hafði hann tilbúna. Mér fannst ég vera kominn býsna langt frá draumalandinu mínu. En ég held ég hafi gert það eina rétta og mun ég vonandi hafa þann háttinn á næst þegar ég þarf að taka ákvörðun. Ég spurði mig: Hvað yrði gert í þessari stöðu í draumalandinu mínu?