Golf

Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stöðulistinn hjá Sky. "Nor" fyrir aftan nafn Birgis stendur fyrir Noreg.
Stöðulistinn hjá Sky. "Nor" fyrir aftan nafn Birgis stendur fyrir Noreg.

Þó svo Birgir Leifur Hafþórsson sé að gera frábæra hluti á opna ítalska meistaramótinu í Tórínó þá virðist hann eiga nokkuð í land með að skapa sér nafn í golfheiminum.

Í það minnsta hjá Sky-fréttastofunni.

Í frétt Sky í kvöld um opna ítalska mótið fylgir með stöðutafla og þar er Birgir Leifur sagður vera Norðmaður. Ekki veit ég hversu kátur Skagamaðurinn er með það.

Reyndar stendur í greininni að Birgir Leifur sé Íslendingur en þær upplýsingar virðast eitthvað hafa skolast til þegar kom að því að búa til stöðutöfluna.

Birgir Leifur heldur vonandi áfram að spila frábærlega á morgun og sjá til þess í leiðinni að golfheimurinn viti að hann sé Íslendingur en ekki Norðmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×