Birgir Leifur Hafþórsson fann ekki fjölina sína á Madeira í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af evrópsku mótaröðinni.
Þetta var þriðji dagurinn á mótinu og lék Birgir Leifur á sjö höggum yfir pari. Hann er núna í 46. til 54. sæti.
Dagurinn byrjaði mjög illa er hann fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holunni. Hann náði sér aldrei í gang eftir það.