Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen skaust upp í þriðja sætið í þýsku bundesligunni í kvöld með því að slátra Magdeburg, 40-21.
Yfirburðir Löwen í leiknum voru algjörir en liðið leiddi í leikhléi, 23-8.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Löwen í leiknum en þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson skoruðu báðir þrjú mörk.