Írinn Padraig Harrington á titil að verja á PGA-meistaramótinu sem hefst á Hazeltine-vellinum í kvöld. Hann er bjartsýnn á góðan árangur þó svo hann sé að vinna í að breyta sveiflunni sinni.
Harrington hefur ekki gengið sem skyldi í ár og ekki komist í gegnum niðurskurðinn á átta mótum. Hann náði þó öðru sætinu í Ohio um daginn er hann tapaði fyrir Tiger á lokadeginum.
Harrington segir að það séu sex mánuðir í að nýja sveiflan verði orðinn fullkomin.
„Ég á samt að geta spilað nógu vel til þess að vinna mótið," sagði hinn 37 ára Íri kokhraustur.
„Það sem þið sáuð frá mér í síðustu viku var hugarfarsbreyting. Hún skilaði þessum fína árangri og vonandi kemur meira núna."