Eiður lagði upp mark í sigri Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. janúar 2009 21:05 Eiður Smári í baráttunni í kvöld. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen átti góðan leik er Barcelona vann 3-1 sigur á Mallorca á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Það var Aduriz sem kom gestunum óvænt yfir á fimmtándu mínútu leiksins. Yaya Toure missti boltann klaufalega frá sér og Aduriz hirti boltann, stormaði upp völlinn og skoraði gott mark. Thierry Henry jafnaði svo metin á 31. mínútu. Barcelona fékk hornspyrnu og framlengdi Puyol boltann á Henry sem skoraði úr þröngri stöðu. Minnstu munaði að Eiður kæmi Börsungum yfir undir lok fyrri hálfleiks er hann átti skot í slána eftir hornspyrnu Xavi. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, notaði allar þrjár skiptingarnar sínar, áður en Börsungar komust loksins yfir eftir að hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. Eiður Smári hafði komið sér fyrir á vítateigslínunni þegar sendingin kom inn á teig. Hann slapp við rangstöðugildru Mallorca og var því kominn einn gegn markverði þeirra. En í stað þess að skjóta sjálfur lagði hann boltann á varamanninn Iniesta sem skoraði auðvelt mark. Toure bætti svo fyrir mistökin í fyrri hálfleik er hann skoraði þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Hann fékk boltann utarlega í teignum, lék á einn varnarmann og skoraði með föstu skoti. Alls lyfti dómari leiksins gula spjaldinu tíu sinnum í leiknum og því rauða einu sinni. Josemi, varnarmaður Mallorca, fékk að líta rauða spjaldið í lok leiksins þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Þetta var fyrsti leikur 17. umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar og fjórtándi sigur Barcelona á tímabilinu. Liðið er nú með 44 stig en Sevilla kemur næst með 31 stig en á leik til góða. Lionel Messi sneri aftur til Spánar úr jólafríi í gær og lék því ekki með Barcelona í kvöld. Hann hélt hins vegar landsliðsþjálfara sínum, Diego Maradona, félagsskap á áhorfendapöllunum. Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen átti góðan leik er Barcelona vann 3-1 sigur á Mallorca á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Það var Aduriz sem kom gestunum óvænt yfir á fimmtándu mínútu leiksins. Yaya Toure missti boltann klaufalega frá sér og Aduriz hirti boltann, stormaði upp völlinn og skoraði gott mark. Thierry Henry jafnaði svo metin á 31. mínútu. Barcelona fékk hornspyrnu og framlengdi Puyol boltann á Henry sem skoraði úr þröngri stöðu. Minnstu munaði að Eiður kæmi Börsungum yfir undir lok fyrri hálfleiks er hann átti skot í slána eftir hornspyrnu Xavi. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, notaði allar þrjár skiptingarnar sínar, áður en Börsungar komust loksins yfir eftir að hafa verið með mikla yfirburði í leiknum. Eiður Smári hafði komið sér fyrir á vítateigslínunni þegar sendingin kom inn á teig. Hann slapp við rangstöðugildru Mallorca og var því kominn einn gegn markverði þeirra. En í stað þess að skjóta sjálfur lagði hann boltann á varamanninn Iniesta sem skoraði auðvelt mark. Toure bætti svo fyrir mistökin í fyrri hálfleik er hann skoraði þriðja mark Barcelona í uppbótartíma. Hann fékk boltann utarlega í teignum, lék á einn varnarmann og skoraði með föstu skoti. Alls lyfti dómari leiksins gula spjaldinu tíu sinnum í leiknum og því rauða einu sinni. Josemi, varnarmaður Mallorca, fékk að líta rauða spjaldið í lok leiksins þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Þetta var fyrsti leikur 17. umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar og fjórtándi sigur Barcelona á tímabilinu. Liðið er nú með 44 stig en Sevilla kemur næst með 31 stig en á leik til góða. Lionel Messi sneri aftur til Spánar úr jólafríi í gær og lék því ekki með Barcelona í kvöld. Hann hélt hins vegar landsliðsþjálfara sínum, Diego Maradona, félagsskap á áhorfendapöllunum.
Spænski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira