Handbolti

Leikmönnum Hauka meinað að ræða um dómarana

Henry Birgir Gunnarsson. skrifar
Sigurbergur og félagar máttu ekki ræða frammistöðu dómaranna í kvöld.
Sigurbergur og félagar máttu ekki ræða frammistöðu dómaranna í kvöld. Mynd/Anton

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, fór með alla sína leikmenn beint inn í klefa eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Þar var meðal annars brýnt fyrir leikmönnum liðsins að það væri bannað að ræða frammistöðu þeirra Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar dómara sem Haukar voru augljóslega ekki ánægðir með í kvöld.

Þegar leikmenn loksins komu út fylgdu aðstoðarmenn Arons með og þeir minntu alla þá leikmenn liðsins sem fóru í viðtöl á að ræða ekki frammistöðu dómaranna.

Sjálfir ræddu þeir mikið sín í milli dómgæsluna og er óhætt að segja að þeir hafi verið verulega ósáttir við dómarapar kvöldsins.

Sjálfur fór Aron inn í búningsklefa dómaranna eftir leikinn og ræddi við þá nokkra stund.

Hann staðfesti við Vísi að hann hefði ekki verið að bjóða Antoni og Hlyn í afmælið sitt enda væri langt í það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×