Valencia mistókst að komast upp í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði markalaust jafntefli við Deportivo La Coruna á útivelli í kvöld.
Fyrir helgina tapaði Sevilla fyrir Getafe á heimavelli og því fékk Valencia kjörið tækifæri í kvöld til að komast upp fyrir Sevilla og saxa á forskot toppliðanna tveggja - Barcelona og Real Madrid.
Úrslit dagsins á Spáni:
Deportivo - Valencia 0-0
Tenerife - Atletico 1-1
Villarreal - Racing 2-0
Valladolid - Sporting 2-1
Malaga - Mallorca 2-1
Espanyol - Almeria 2-0