Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Barcelona sem mætir Sporting Gijon í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar annað kvöld.
Þetta gefur sterklega til kynna að Eiður Smári sé á leið frá félaginu á morgun. Líklegt þykir að hann sé á leið til Mónakó sem leikur í frönsku úrvalsdeildinni.
Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur valið nítján leikmenn fyrir leikinn á morgun.
Markverðir: Victor Valdes og Pinto.
Varnarmenn: Dani Alves, Puyol, Pique, Fontas, Muniesa, Abidal, Maxwell.
Miðvallarleikmenn: Yaya Toure, Busquets, Keita, Jonathan, Jeffren, Xavi.
Sóknarmenn: Pedro, Ibrahimovic, Bojan, Henry.
Fótbolti