Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi Ómar Þorgeirsson skrifar 30. júní 2009 22:30 Úr leik Stjörnunnar og Vals síðasta sumar. Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira