Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum spænska konungsbikarsins með 3-2 sigri á erkifjendum sínum í Espanyol í síðari leik liðanna.
Fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli en sá síðari var mun fjörlegri. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona sem komst í 3-0 áður en grannarnir gerðu leikinn áhugaverðan með tveimur mörkum í síðari hálfleik.
Bojan Krkic skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í leikjnum og Gerard Pique skoraði þriðja mark liðsins á 56. mínútu, en Corominas og Callejon settu spennu í leikinn með mörkum á 58. og 69. mínútu.
Sevilla er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir 2-1 sigur á Valencia í kvöld, en Valencia vann fyrri leikinn 3-2. Sevilla fer áfram á mörkum á útivelli.