Olíulausa landið Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 13. janúar 2009 06:00 Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörkina að þessum eina bletti Mið-Austurlanda þar sem olíu er hvergi að finna." Þetta á Golda Meir, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, að hafa sagt í kvöldverðarboði með Willy Brandt, þáverandi utanríkisráðherra lands þar sem skömmu áður hafði verið unnið að útrýmingu þjóðar hennar. Í orðum hennar má þó ekki greina annað en gamansemi til leiðtoga Þjóðverja og ást til Ísraels, þar sem hún vonaði að þjóð hennar fyndi frið. Enn ríkir ófriður á þessum litla og olíulausa bletti. Átökin sem geisa um þessar mundir verða svo til þess að flestir eru sannfærðir um að aldrei muni ríkja friður á svæðinu. Sadat, fyrrverandi forseti Egyptalands, minntist Goldu Meir hlýlega þegar hún lést 1978, sagði hana hafa verið heiðarlegan andstæðing. Einhvern veginn grunar mig að leiðtogar þessara ríkja myndu ekki hafa slík ummæli um hvor annan nú. Friður virðist í órafjarlægð. Eftir að hafa fylgst með stöðugum fréttum af harmleiknum er skiljanlegt að miklar umræður fari fram um í veröldinni. Einhvern veginn þykir mér þó útséð með að slíkar umræður skili nokkru á meðan stuðningsmenn Ísraels kjósa helst að hengja sig í hártoganir um hvaða hugtök eigi að nota um illskuna, hvort rangt sé að nota orðið helför um morðin á svæðinu, í raun sé bara um slátrun að ræða og eðlilegan fórnarkostnað. Slíkt þvaður hefur áður valdið vandræðum svo sem þegar Sameinuðu þjóðirnar brugðust ekki við ástandinu í Darfur þar sem það vantaði á tölfræðina til að hægt væri að kalla ódæðisverkin þar þjóðarmorð. Hin hliðin á forheimskunni er svo sífelldar yfirlýsingar um að fólk sé hætt að hafa samúð með gyðingum, það ætli barasta að hlæja næst þegar það sér Lista Schindlers eða Píanistann. Það þarf ekki að leita langt aftur í sögubókum til að sjá að stjórnvöld, jafnvel friðsömu Norðurlandaþjóðirnar, komu almennt viðurstyggilega fram við þessa þjóð. Atburðir nútímans gera hörmungar fortíðarinnar aldrei léttbærari. Í hugtakahártogunum og sagnfræðiupprifjunum gleymist aðalatriði þó oft í kraðaki orðagjálfurs og áróðursbragða - það er verið að myrða fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun
Lof mér að segja þér hvers vegna okkur Ísraelsmönnum er í nöp við Móses. Það tók hann fjörutíu ár að leiða okkur í gegnum eyðimörkina að þessum eina bletti Mið-Austurlanda þar sem olíu er hvergi að finna." Þetta á Golda Meir, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, að hafa sagt í kvöldverðarboði með Willy Brandt, þáverandi utanríkisráðherra lands þar sem skömmu áður hafði verið unnið að útrýmingu þjóðar hennar. Í orðum hennar má þó ekki greina annað en gamansemi til leiðtoga Þjóðverja og ást til Ísraels, þar sem hún vonaði að þjóð hennar fyndi frið. Enn ríkir ófriður á þessum litla og olíulausa bletti. Átökin sem geisa um þessar mundir verða svo til þess að flestir eru sannfærðir um að aldrei muni ríkja friður á svæðinu. Sadat, fyrrverandi forseti Egyptalands, minntist Goldu Meir hlýlega þegar hún lést 1978, sagði hana hafa verið heiðarlegan andstæðing. Einhvern veginn grunar mig að leiðtogar þessara ríkja myndu ekki hafa slík ummæli um hvor annan nú. Friður virðist í órafjarlægð. Eftir að hafa fylgst með stöðugum fréttum af harmleiknum er skiljanlegt að miklar umræður fari fram um í veröldinni. Einhvern veginn þykir mér þó útséð með að slíkar umræður skili nokkru á meðan stuðningsmenn Ísraels kjósa helst að hengja sig í hártoganir um hvaða hugtök eigi að nota um illskuna, hvort rangt sé að nota orðið helför um morðin á svæðinu, í raun sé bara um slátrun að ræða og eðlilegan fórnarkostnað. Slíkt þvaður hefur áður valdið vandræðum svo sem þegar Sameinuðu þjóðirnar brugðust ekki við ástandinu í Darfur þar sem það vantaði á tölfræðina til að hægt væri að kalla ódæðisverkin þar þjóðarmorð. Hin hliðin á forheimskunni er svo sífelldar yfirlýsingar um að fólk sé hætt að hafa samúð með gyðingum, það ætli barasta að hlæja næst þegar það sér Lista Schindlers eða Píanistann. Það þarf ekki að leita langt aftur í sögubókum til að sjá að stjórnvöld, jafnvel friðsömu Norðurlandaþjóðirnar, komu almennt viðurstyggilega fram við þessa þjóð. Atburðir nútímans gera hörmungar fortíðarinnar aldrei léttbærari. Í hugtakahártogunum og sagnfræðiupprifjunum gleymist aðalatriði þó oft í kraðaki orðagjálfurs og áróðursbragða - það er verið að myrða fólk.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun