Markvarsla Harðar tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:41 Heimir Örn Árnason, Akureyringur. Fréttablaðið Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín. Olís-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Hörður Flóki Ólafsson sýndi meistaratakta í marki Akureyrar og tryggði liðinu 25-24 sigur gegn Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Hörður varði 26 skot, þar af þrjú víti og þrjú hraðaupphlaup og tvö skot í síðustu sókn gestanna sem gátu jafnað. Jafnt var á öllum tölum í byrjun leiks á Akureyri. Heimamenn komust yfir og voru skrefinu á undan en staðan var 5-5 þegar Akureyringar áttu góðan sprett. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og komust í 10-5 og ráðþrota Stjörnumenn tóku leikhlé til að ráða ráðum sínum Það virðist hafa virkað ágætlega því liðið kom sterkt aftur inn í leikinn og skoraði strax tvö mörk. Stjörnumenn minnkuðu svo muninn jafnt og þétt en réðu illa við Hörð Flóka Ólafsson í marki heimamanna sem varði tólf skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víti og þrjú hraðaupphlaup. Þá stóð 5-1 vörn Akureyringa vel fyrir sínu á löngum köflum. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Akureyri en Stjarnan komst yfir með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks. Akureyri komst þó strax aftur yfir og voru alltaf skrefinu á undan. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjörnumenn neituðu að gefast upp og stóðu vel uppi í hárinu á heimamönnum. Akureyri var með sigurinn í höndunum þegar skammt var eftir. En með lélegum skotum og slökum ákvörðunum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í eitt mark. Akureyringar fengu fáránlega brottvísun og misstu svo boltann klaufalega þegar hálf mínúta var eftir, Stjarnan tók leikhlé og fór í sókn. Stjarnan náði tveimur skotum á markið en Hörður kórónaði frammistöðu sína með tveimur flottum markvörslum. Hann bar af á vellinum í kvöld en Oddur Grétarsson sýndi einnig frábæra takta. Akureyri var nálægt því að kasta sigrinum frá sér en má vel við una við stigin tvö. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Ungt lið Stjörnunnar sýndi flotta baráttu og hefðu með smá heppni unnið sér inn gott stig.Mörk Akureyri (skot): Jónatan Magnússon 7/3 (9/5), Oddur Grétarsson 6/1 (8/2), Heimir Örn Árnason 4 (10), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Geir Guðmundsson 2 (5), Guðmundur H. Helgason 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 26/3 (50) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Heimir 2, Oddur 2).Fiskuð víti: 7 (Hörður 4, Oddur, Árni, Heimir).Utan vallar: 6 mín.Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 5/1 (10), Guðmundur Guðmundsson 4 (8/1), Kristján S Kristjánsson 4 (10), Þórólfur Nielsen 4 (9/1), Sverrir Eyjólfsson 2 (3), Sigurður Helgason 2 (3), Jón Arnar Jónsson 2/1 (5/2), Eyþór Magnússon 1 (1), Fannar Kristmannsson 1 (2),Björn Friðriksson 0 (4),Daníel Einarsson 0 (4). Varin skot: Roland Eradze 19/2 (44) 42% Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Vilhjálmur, Sigurður, Þórólfur).Fiskuð víti: 5 (Þórólfur 2, Björn 2, Sverrir).Utan vallar: 4 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira