Finnar vilja ekki verja loftrými Íslands Guðjón Helgason skrifar 10. maí 2009 19:06 Finnar hafa engan áhuga á að taka þátt í loftrýmiseftirliti yfir Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við finnska varnarmálaráðherrann Jyri Häkämies í finnska blaðinu Turun Sanomat í dag. Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna koma saman til fundar í Helsinki í Finnlandi á þriðjudaginn og miðvikudaginn til að ræða nánara varnarsamstarf ríkjanna. Þar verður án efa rædd nánar skýrsla Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, frá því fyrr á þessu ári þar sem lagt var til að Norðurlöndin tækju saman yfir ábyrgð á loftrýmiseftirliti yfir Íslandi sem hefur verið í umsjá Atlanatshafsbandalagsins síðan varnarliðið Bandaríska fór frá Íslandi og herstöðinn á Miðnesheiði var lokað. Íslenska ríkið samdi við NATO um að ríki bandalagsins myndu senda herlið með þotur til Íslands nokkrum sinnum á ári tæpan mánuð í senn til að sjá um loftrýmiseftirlitið. Frakkar, Bandaríkjamenn og Danir hafa sent sveitir og norsk hersveit væntanleg í þessum mánuði. Í viðtalinu við Turun Sanomat segir Häkämies að það yrði oft dýrt fyrir Finna að taka þátt í eftirlitinu. Hann segir þetta pólitíska spurningu en hér sé um að ræða eftirlit með loftrými hjá NATO þjóð en Finnar eru ekki í bandalaginu. Auk þess myndi eftirlit sem þetta kosta sitt. Nýlega hafi tekist að koma rekstir finnska flughersins á núllið og því sé það ekki fyrsta verk á dagskrá að senda þotur eitthvert út í heim. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Finnar hafa engan áhuga á að taka þátt í loftrýmiseftirliti yfir Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við finnska varnarmálaráðherrann Jyri Häkämies í finnska blaðinu Turun Sanomat í dag. Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna koma saman til fundar í Helsinki í Finnlandi á þriðjudaginn og miðvikudaginn til að ræða nánara varnarsamstarf ríkjanna. Þar verður án efa rædd nánar skýrsla Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, frá því fyrr á þessu ári þar sem lagt var til að Norðurlöndin tækju saman yfir ábyrgð á loftrýmiseftirliti yfir Íslandi sem hefur verið í umsjá Atlanatshafsbandalagsins síðan varnarliðið Bandaríska fór frá Íslandi og herstöðinn á Miðnesheiði var lokað. Íslenska ríkið samdi við NATO um að ríki bandalagsins myndu senda herlið með þotur til Íslands nokkrum sinnum á ári tæpan mánuð í senn til að sjá um loftrýmiseftirlitið. Frakkar, Bandaríkjamenn og Danir hafa sent sveitir og norsk hersveit væntanleg í þessum mánuði. Í viðtalinu við Turun Sanomat segir Häkämies að það yrði oft dýrt fyrir Finna að taka þátt í eftirlitinu. Hann segir þetta pólitíska spurningu en hér sé um að ræða eftirlit með loftrými hjá NATO þjóð en Finnar eru ekki í bandalaginu. Auk þess myndi eftirlit sem þetta kosta sitt. Nýlega hafi tekist að koma rekstir finnska flughersins á núllið og því sé það ekki fyrsta verk á dagskrá að senda þotur eitthvert út í heim.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira