Jafntefli í háspennuleik á Akureyri 4. mars 2009 18:45 Akureyri og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu. Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri en þeir Valdimar Þórsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm hvor fyrir HK. Einhver læti voru í lok leiksins og Akureyri fékk aukakast við miðju. Árni reyndi skot sem fór í varnarvegginn. 20:22 - HK jafnar á lokasekúndunni! Ótrúlegar lokamínútur. Ásbjörn skoraði úr horninu. Lokatölur leiksins 25-25 jafntefli. 20:21 - Gusic kemur Akureyri yfir 25-24 þegar 45 sekúndur eru eftir. 20:20 - Akureyri jafnar, Andri Snær úr horninu. Gríðarleg stemning í húsinu. Ein og hálf eftir. Akureyri vinnur boltann þegar ein mínúta er eftir. 20:18 - Goran Gusic skorar úr víti og minnkar muninn í eitt mark á Akureyri. 23-24, tvær og hálf eftir. 20:16 - Hörður minnkar muninn aftur í tvö mörk fyrir Akureyri þegar þrjár og hálf lifa leiks. Þetta er að takast hjá HK. 20:13 - Spenna norðan heiða. HK er tveimur mörkum yfir 21-23 þegar fimm mínútur eru eftir. Andri Snær var að minnka muninn fyrir heimamenn. 20:11 - Akureyri tekur leikhlé þegar átta mínútur lifa leiks. Staðan er 19-22 og útlitið gott fyrir Kópavogsbúa. 20:08 - Hörður Flóki heldur Akureyri inni í leiknum. HK er þó þremur mörkum yfir, 19-22 20:04 - Valdimar Þórsson skorar með langskoti sem fór í stöngina og inn. HK komið þremur mörkum yfir 17-20. 20:00 - HK hefur forystu 17-18. Ásbjörn Stefánsson skorar úr horninu. Einn lykilmanna Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, á við einhver meiðsli að stríða 19:57 - Akureyri minnkar muninn í 16-17. Mistök á báða bóga og hægur sóknarleikur. 19:52 - Enn skorar Ragnar og HK leiðir með tveimur mörkum, 14-16. Sókn Akureyringa er afar þunglamaleg. HK er í sókn. Fimm mínútur búnar og Árni jafnar fyrir Akureyri. 14-14 en Ragnar kemur HK aftur einu marki yfir. 19:48 - HK kemst yfir með marki frá Brynjari úr hraðaupphlaupi. 13-14. HK hefur jafnað í 13-13. Fyrst skoraði Gunnar Steinn, Sveinbjörn varði síðan og Ragnar Hjaltested jafnaði. Fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik. 19:44 - Síðari hálfleikur er hafinn. HK-menn byrjuðu með boltann en tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað var það Rúnar þjálfari heimamanna sem skoraði og kom Akureyri í 13-11. 19:30 - Það er kominn hálfleikur á Akureyri. Staðan er 12-11 fyrir heimamenn sem hafa verið skrefinu á undan allan hálfleikinn. Hafþór Einarsson markmaður þeirra hefur varið átta skot en Sveinbjörn í marki HK fjögur. Árni Sigtryggsson og Hörður Fannar hafa skorað þrjú mörk fyrir Aureyri en Ólafur, Valdimar og Brynjar hafa skorað þrjú fyrir HK. Brynjar Hreggviðsson minnkar muninn í 11-10 eftir mistök Akureyringa. Tvær og hálf mínúta í hálfleik. Valdimar er farinn að hitna og jafnar leikinn í 11-11 þegar ein mínúta er til hálfleiks. 19:25 - Eftir 25 mínútur er staðan 10-9. Oddur skoraði úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri en Valdimar svaraði fyrir HK með góðu skoti. Staðan er nú 9-8. Einar Ingi skoraði af línunni fyrir HK en Andri Snær svaraði fyrir heimamenn. Vörn Akureyringa er sterk en HK skorar með langskoti frá Ólafi Bjarka. 19:22 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:19 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:15 - Fimmtán mínútur eru liðnar og staðan er 6-5 fyrir heimamenn. Gestirnir létu Hafþór verja frá sér í síðustu sókn en Akureyri kastaði boltanum svo frá sér. 19:13 - Hörður Fannar kemur Akureyri í 6-4. Hann hefur skorað helming marka liðsins. Valdimar rekinn útaf í tvær mínútur hjá HK. Akureyri á skot í slá og HK jafnar í 4-4 úr hraðaupphlaupi. Akureyri skorar hinsvegar líka og er 5-4 yfir. 19:10 - Enn skýtur Valdimar en Hafþór ver. Sveinbjörn ver síðan skot í hraðaupphlaupi frá Oddi Grétarssyni. Staðan er 3-2 fyrir Akureyri eftir 10 mínútur. 19:06 - Valdimar Þórsson er ekki í stuði hjá HK. Hann hefur skotið þrisvar en öll skotin hafa geigað. Staðan er nú 3-2 fyrir Akureyri. 19:05 - Fimm mínútur eru liðnar og staðan er 2-2. Sókn Akureyringa er vandræðaleg og hæg. 19:02 - Athygli vekur að Rúnar Sigtryggsson stillir sjálfum sér upp í skyttunni, með bróðir sinn Árna hinu megin. Akureyri komst í 1-0 með marki frá Herði Fannari Sigþórssyni af línunni. Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Akureyri sem byrja með boltann. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Akureyri og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu. Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri en þeir Valdimar Þórsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm hvor fyrir HK. Einhver læti voru í lok leiksins og Akureyri fékk aukakast við miðju. Árni reyndi skot sem fór í varnarvegginn. 20:22 - HK jafnar á lokasekúndunni! Ótrúlegar lokamínútur. Ásbjörn skoraði úr horninu. Lokatölur leiksins 25-25 jafntefli. 20:21 - Gusic kemur Akureyri yfir 25-24 þegar 45 sekúndur eru eftir. 20:20 - Akureyri jafnar, Andri Snær úr horninu. Gríðarleg stemning í húsinu. Ein og hálf eftir. Akureyri vinnur boltann þegar ein mínúta er eftir. 20:18 - Goran Gusic skorar úr víti og minnkar muninn í eitt mark á Akureyri. 23-24, tvær og hálf eftir. 20:16 - Hörður minnkar muninn aftur í tvö mörk fyrir Akureyri þegar þrjár og hálf lifa leiks. Þetta er að takast hjá HK. 20:13 - Spenna norðan heiða. HK er tveimur mörkum yfir 21-23 þegar fimm mínútur eru eftir. Andri Snær var að minnka muninn fyrir heimamenn. 20:11 - Akureyri tekur leikhlé þegar átta mínútur lifa leiks. Staðan er 19-22 og útlitið gott fyrir Kópavogsbúa. 20:08 - Hörður Flóki heldur Akureyri inni í leiknum. HK er þó þremur mörkum yfir, 19-22 20:04 - Valdimar Þórsson skorar með langskoti sem fór í stöngina og inn. HK komið þremur mörkum yfir 17-20. 20:00 - HK hefur forystu 17-18. Ásbjörn Stefánsson skorar úr horninu. Einn lykilmanna Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, á við einhver meiðsli að stríða 19:57 - Akureyri minnkar muninn í 16-17. Mistök á báða bóga og hægur sóknarleikur. 19:52 - Enn skorar Ragnar og HK leiðir með tveimur mörkum, 14-16. Sókn Akureyringa er afar þunglamaleg. HK er í sókn. Fimm mínútur búnar og Árni jafnar fyrir Akureyri. 14-14 en Ragnar kemur HK aftur einu marki yfir. 19:48 - HK kemst yfir með marki frá Brynjari úr hraðaupphlaupi. 13-14. HK hefur jafnað í 13-13. Fyrst skoraði Gunnar Steinn, Sveinbjörn varði síðan og Ragnar Hjaltested jafnaði. Fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik. 19:44 - Síðari hálfleikur er hafinn. HK-menn byrjuðu með boltann en tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað var það Rúnar þjálfari heimamanna sem skoraði og kom Akureyri í 13-11. 19:30 - Það er kominn hálfleikur á Akureyri. Staðan er 12-11 fyrir heimamenn sem hafa verið skrefinu á undan allan hálfleikinn. Hafþór Einarsson markmaður þeirra hefur varið átta skot en Sveinbjörn í marki HK fjögur. Árni Sigtryggsson og Hörður Fannar hafa skorað þrjú mörk fyrir Aureyri en Ólafur, Valdimar og Brynjar hafa skorað þrjú fyrir HK. Brynjar Hreggviðsson minnkar muninn í 11-10 eftir mistök Akureyringa. Tvær og hálf mínúta í hálfleik. Valdimar er farinn að hitna og jafnar leikinn í 11-11 þegar ein mínúta er til hálfleiks. 19:25 - Eftir 25 mínútur er staðan 10-9. Oddur skoraði úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri en Valdimar svaraði fyrir HK með góðu skoti. Staðan er nú 9-8. Einar Ingi skoraði af línunni fyrir HK en Andri Snær svaraði fyrir heimamenn. Vörn Akureyringa er sterk en HK skorar með langskoti frá Ólafi Bjarka. 19:22 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:19 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:15 - Fimmtán mínútur eru liðnar og staðan er 6-5 fyrir heimamenn. Gestirnir létu Hafþór verja frá sér í síðustu sókn en Akureyri kastaði boltanum svo frá sér. 19:13 - Hörður Fannar kemur Akureyri í 6-4. Hann hefur skorað helming marka liðsins. Valdimar rekinn útaf í tvær mínútur hjá HK. Akureyri á skot í slá og HK jafnar í 4-4 úr hraðaupphlaupi. Akureyri skorar hinsvegar líka og er 5-4 yfir. 19:10 - Enn skýtur Valdimar en Hafþór ver. Sveinbjörn ver síðan skot í hraðaupphlaupi frá Oddi Grétarssyni. Staðan er 3-2 fyrir Akureyri eftir 10 mínútur. 19:06 - Valdimar Þórsson er ekki í stuði hjá HK. Hann hefur skotið þrisvar en öll skotin hafa geigað. Staðan er nú 3-2 fyrir Akureyri. 19:05 - Fimm mínútur eru liðnar og staðan er 2-2. Sókn Akureyringa er vandræðaleg og hæg. 19:02 - Athygli vekur að Rúnar Sigtryggsson stillir sjálfum sér upp í skyttunni, með bróðir sinn Árna hinu megin. Akureyri komst í 1-0 með marki frá Herði Fannari Sigþórssyni af línunni. Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Akureyri sem byrja með boltann.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira