Kylfingurinn gamalreyndi Greg Norman frá Ástralíu hefur ákveðið að leika á Opna ástralska mótinu í golfi í ár og einnig næstu tvö ár og vill hann með þátttöku sinni hvetja fleiri golfara til þess að mæta á mótið.
Hinn 54 ára gamli Norman, sem gjarnan er kallaður „hvíti hákarlinn", hefur ekki tekið þátt í mótinu síðustu þrjú ár en hefur fimm sinnum unnið á mótinu.
Norman var í eina tíð efstur á heimslista golfara en er nú farinn að minnka talsvert við sig og leikur bara á einu og einu móti hér og þar.