SönderjyskE vann í dag afar mikilvægan 4-2 sigur á Midtjylland á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í liði SönderjyskE sem er þó enn í neðsta sæti deildarinnar en nú með 20 stig, rétt eins og Vejle.
Horsens er svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 22 stig.