Víkingasveit yfirbugaði Barðastrandarbyssumann 2002 Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 25. júlí 2009 15:06 Sérsveit lögreglu var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Barðaströnd. Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002 um að dauðadrukkinn maður hefði hleypt af tveimur skotum í íbúðarhúsi á Álftanesi og ógnað fólki í húsinu. Fólkið var þó farið úr húsinu þegar sérsveitarmenn komu á vettvang. Áður hafði þrennt verið í húsinu utan byssumannsins, þar af tveir gestir. Í fyrstu var lokað fyrir alla umferð út á Álftanes en eftir að bættist í lið lögreglunnar var lokunin bundin við götur sem lágu að heimili mannsins. Maðurinn bjó um sig í húsinu og neitaði að gefa sig fram. Í fyrstu var talið að gestirnir tveir væru enn í húsinu hjá manninum. Lögregla hafði því allan varanná. Fljótlega var þó hægt að staðfesta að gestirnir væru farnir. Eftir að hafa verið í stöðugu símasambandi við byssumanninn í um þrjá klukkutíma án þess að hann gæfi sig fram lét víkingasveitin til skarar skríða. Meðlimir hennar fóru bakdyramegin inn í húsið og tóku manninn höndum. Hann var ekki með skotvopn í höndum og veitti enga mótspyrnu. Auk haglabyssunnar sem maðurinn handlék voru þrjú önnur skotvopn í húsinu en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn aldrei ákærður fyrir atvikið árið 2002 og fékk að halda byssuleyfinu þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Maðurinn lét svo aftur til skarar skríða í nótt en laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um mann sem gekk berserksgang í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Kalla þurfti til sérsveit lögreglu en flogið var með hana vestur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglumenn frá Ísafirði og Patreksfirðu fóru einnig á staðinn. Vel gekk að tryggja ástand á vettvangi að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum og undir morgun tókst að yfirbuga manninn. Maðurinn, sem var ölvaður, er enn í haldi lögreglunnar á Patreksfirði en í dag fór rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði til Patreksfjarðar til að yfirheyra manninn. Lögreglan á Ísafirði gat ekki staðfest að maðurinn hefði skotið úr byssunni í nótt. Tengdar fréttir Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002 um að dauðadrukkinn maður hefði hleypt af tveimur skotum í íbúðarhúsi á Álftanesi og ógnað fólki í húsinu. Fólkið var þó farið úr húsinu þegar sérsveitarmenn komu á vettvang. Áður hafði þrennt verið í húsinu utan byssumannsins, þar af tveir gestir. Í fyrstu var lokað fyrir alla umferð út á Álftanes en eftir að bættist í lið lögreglunnar var lokunin bundin við götur sem lágu að heimili mannsins. Maðurinn bjó um sig í húsinu og neitaði að gefa sig fram. Í fyrstu var talið að gestirnir tveir væru enn í húsinu hjá manninum. Lögregla hafði því allan varanná. Fljótlega var þó hægt að staðfesta að gestirnir væru farnir. Eftir að hafa verið í stöðugu símasambandi við byssumanninn í um þrjá klukkutíma án þess að hann gæfi sig fram lét víkingasveitin til skarar skríða. Meðlimir hennar fóru bakdyramegin inn í húsið og tóku manninn höndum. Hann var ekki með skotvopn í höndum og veitti enga mótspyrnu. Auk haglabyssunnar sem maðurinn handlék voru þrjú önnur skotvopn í húsinu en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn aldrei ákærður fyrir atvikið árið 2002 og fékk að halda byssuleyfinu þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Maðurinn lét svo aftur til skarar skríða í nótt en laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um mann sem gekk berserksgang í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Kalla þurfti til sérsveit lögreglu en flogið var með hana vestur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglumenn frá Ísafirði og Patreksfirðu fóru einnig á staðinn. Vel gekk að tryggja ástand á vettvangi að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum og undir morgun tókst að yfirbuga manninn. Maðurinn, sem var ölvaður, er enn í haldi lögreglunnar á Patreksfirði en í dag fór rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði til Patreksfjarðar til að yfirheyra manninn. Lögreglan á Ísafirði gat ekki staðfest að maðurinn hefði skotið úr byssunni í nótt.
Tengdar fréttir Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41